Eins og við greindum frá áðan þá hefur Apple, í samstarfi við helstu viðskiptabanka landsins, opnað fyrir Apple Pay greiðsluleiðina hérlendis.
Mikilvægt að vita: Þú notað Apple Pay þú sért með lykilorð (e. passcode) á símanum þínum (eða Apple Watch úrinu þínu), Touch ID eða Face ID.
Korti bætt við Apple Pay
Til að bæta kortinu þínu við Apple Pay skaltu gera þetta:
- Farðu í Wallet forritið á símanum þínum.
- Ýttu á plúsinn til að bæta við korti og skannaðu kortið þitt.
Svona notarðu Apple Pay
Sími með Touch ID (iPhone 5S nýrri tæki)
- Vertu viss um að posinn styðji snertilausar greiðslur.
- Láttu fingurinn þinn hvíla á Touch ID nemanum. (Þú þarft ekki að vekja símann úr standby, þ.e. þú þarft ekki að ýta á takkann og opna símann. Það er nóg að hvíla fingurinn laust á Heima takkanum).
- Haltu símanum nærri posanum til að staðfesta greiðslu.
- Búið.
Sími með Face ID (iPhone X, iPhone XR, iPhone XS)
- Vertu viss um að posinn styðji snertilausar greiðslur.
- Haltu símanum nálægt .
- Tvísmelltu á hliðartakkann (einnig oft kallaður Sleep/Power takki) til að framkvæma greiðslu.
- Horfðu á skjáinn þangað til Face ID auðkennir þig.
- Búið.
Apple Pay á Apple Watch
Til þess að bæta kortinu þínu við Apple Watch snjallúrið þitt, þá þarftu að fara í Watch forritið á símanum þínum, velja þar Wallet, og bæta kortinu við í „Cards on your phone“