Ef þú færð internetið um ljósleiðarann frá Gagnaveitu Reykjavíkur og átt Airport Extreme eða Time Capsule frá Apple, þá þarftu ekki lengur að borga leigugjald fyrir beininn (e. router) sem þú fékkst frá þjónustaðila þínum (gjaldið er yfirleitt u.þ.b. 500 kr./mán.) heldur einfaldlega tengt tækið beint við ljósleiðaraboxið og notað sem beini. Leiðbeiningar að neðan.
Ath! Til einföldunar þá mun einungis verða talað um Airport Extreme í leiðbeiningunum að neðan, en við bendum þó á að leiðbeiningarnar eiga bæði við Airport Extreme og Time Capsule.
Einnig er vert að geta þess að leiðarvísirinn miðar við að maður noti Airport Utility 5.6. Airport Utility 6 er komin út, sem er með nokkurs konar iOS útlit á forritinu, en við mælum heldur með því að fólk sæki eldri útgáfuna og noti hana. Með nýrri uppfærslu þá voru fáeinir möguleikar nefnilega fjarlægðir.
Skref 1:
Finndu MAC address á Airport Extreme og skrifaðu það hjá þér. Þú þarft að skrá það hjá Gagnaveitunni ef það skyldi ekki gerast sjálfkrafa eftir uppsetningu. Þú finnur með tvennum hætti:
1. Með því að líta undir tækið og finna þar Airport ID,
2. Ræsa Airport Utility (náðu í Airport Utility hér ef þú ert á Windows). Forritið leitar þá að Airport Extreme, og sýnir þér svo MAC address undir Airport ID.
Skref 2:
Opnaðu Airport Utility (ef þú ert ekki ekki þar nú þegar) og smelltu á Manual Setup. Þar skaltu smella á Wireless flipann og hafa eftirfarandi stillingar:
Wireless Mode: Create wireless network (er eflaust sjálfvalið).
Radio Mode: 802.11n (802.11b/g compatible). Þessi stilling er hentugust ef það eru margar tölvur á heimilinu eða leikjatölvur, því enn eru fjölmörg tæki sem styðja ekki 802.11n staðalinn sem býður upp á meiri flutningshraða heldur en hinir.
Skref 3:
Þar skaltu svo smella á Internet flipann og svo aftur velja Internet Connection. Þar skaltu hafa eftirfarandi stillingar:
Connect using: Ethernet,
Ethernet WAN Port: Automatic (Default) og
Connection Sharing: Share a public IP address, sbr. mynd
Skref 4:
Enn í Internet flipanum, veldu TCP/IP, og hafðu eftirfarandi stillingar:
Configure IPv4: Using DHCP, sbr. mynd.
Öðrum stillingum þarftu ekki að breyta. (Bendum þó á að ef þú hefur fylgt leiðbeiningum um uppsetningu Netflix, þá geturðu látið þær stillingar á Airport Extreme, og öll tæki og tölvur á heimilinu fá þá aðgang að „US Only“ efni án þess að þú þurfir að eiga við stillingar þar.)
Skref 5:
DHCP stillingum í internet flipanum á ekki að þurfa að breyta neitt, en í dæmaskyni fylgir samt mynd af stillingunum mínum, sem virka prýðilega.
Skref 6:
Að endingu skaltu velja NAT flipann (ennþá í Internet flipanum) og haka við Enable NAT Port Mapping Protocol. Þetta er gert til þess að opna port, og auðvelda þannig spilun tölvuleikja yfir netið, torrent o.fl.
Skref 7:
Allt búið. Smelltu á Update, og endurræstu tölvuna. Ef þú kemst ekki á netið prófaðu þá að endurræsa ljósleiðaraboxið frá Gagnaveitunni, og endurræsa tölvuna í leiðinni.
32 Comments
Eru sömu stillingar fyrir ADSL?
Ef þú ert með ADSL, þá er ekki hægt að sleppa beini (e. router) frá þjónustuaðila, því Airport Extreme er Broadband router, en ekki ADSL router.
Til að nota Airport Extreme með ADSL, þá þarftu því að tengja hann við beini sem þú færð frá þjónustuaðila, og stilla Connection Sharing (sjá skref 3 að ofan) í Bridge Mode.
er búin að setja upp en þegar fer á netið á nýrri tölvu kemur upp skráningarsíða Gagnaveitunnar og ég þarf að skrá þar inn notendanafn og lykilorð – og get bara tengt 3 tölvur við netið – er einhver lausn?
Inga, getur verið að þú hafir skipt um þjónustuaðila í leiðinni? Ef svo er, þá gæti verið að þjónustuaðilinn eigi einfaldlega eftir að virkja tenginguna. Ég lenti sjálfur í þessu þegar ég skipti, endaði á því að fá router frá mínum þjónustuaðila, en þá hafði tengingin einfaldlega ekki verið virkjuð.
Ef netið virkar þá getur verið að þú sért með tækið í Bridge mode, og þá virkar Airport Extreme í rauninni bara þannig að þú sért með hvert tæki sem tengist við Airport Extreme beintengt við gagnaveituboxið. Það er lykilatriði að hafa hakað við „Share a public IP address“ í skrefi 3, annars maxarðu mögulegar tengingar ansi fljótt (auk þess sem að þú nýtir ekki eldvegginn í routernum).
Ef þú ert með „Share a public IP address“ þá getur verið að Airport-ið sé ekki orðið skráð tæki hjá Gagnaveitunni. Ef það er tilfellið þá segir Gagnaveitan manni alltaf að endurræsa gagnaveituboxið (tekur úr sambandi) og bíða í 30-60 sek og stinga því svo aftur í samband.
Kemst á netið þannig að fór yfir aftur, airportið var stillt á bridge mode, breytti því. Þá kemur upp villa og network setup segir mér eftirfarandi:
This Apple Wi-Fi base station has a private IP address on its Ethernet WAN port. It is connected to a device or network that is using Network Address Translation (NAT) to provide private IP adresses. You should change your Apple Wi-Fi base station from using DHCP and NAT to bridge mode. Ef ég hunsa þetta, ræsi Safari þá birtist aftur bara innskráningarsíða Gagnaveitunnar beint sem er ekki það sem ég vil sjá.
Hefurðu prófað að slökkva og kveikja á Gagnaveituboxinu eftir að þú breyttir úr Bridge Mode í Share a public IP address?
Annars man ég þegar ég stillti AE fyrir ljósleiðarann, að lenda í smá vandræðum einmitt af því ég var með mitt Airport Extreme í Bridge mode. Eftir að ég lenti í vandræðum þá byrjaði ég bara frá grunni til að engar stillingar væru eitthvað rangt stilltar og byrjaði bara alveg frá grunni, þ.e. að hafa stillingarnar eins og þær koma frá framleiðanda. Ef þú vilt fara þá leið þá opnarðu Airport Utility, velur þitt Airport Extreme, ferð þar í Base Station og Restore Default Settings.
Hvernig er með aldur á AE, er hægt að nota 3rd gen (A1301) við ljósboxið? Og verður venjulegur notandi var við einhvern mun á 3rd og 5th gen? Ég er að spá í hvort ég eigi að kaupa nýtt 5th á 38 þúsund en ég get fengið nýtt 3rd gen á 25 þúsund.
Einhverjar ábendingar….
3rd gen ætti að duga á flestum íslensku heimilum.
Ég skipti sjálfur úr 3rd Gen í 4th Gen og fann ekki fyrir neinum tilfinnanlegum mun.
hefur einhver náð að tengja Airport Extreme við ljósleiðara frá Mílu ?
er þetta bara hægt ef maður er hjá Gagnaveitu Reykjavíkur? Ég er hjá tengir á akureyri
Ætti að virka á öllum ljósleiðaraboxum hérlendis.
Eina sem þetta kemur ekki í staðinn fyrir er ADSL eða Ljósnet, því þá þarf að vera með xDSL router, en ekki Broadband router eins og Airport Extreme.
Ætti að virka á öllum ljósleiðaraboxum hérlendis.
Eina sem þetta kemur ekki í staðinn fyrir er ADSL eða Ljósnet, því þá þarf að vera með xDSL router, en ekki Broadband router eins og Airport Extreme.
takk fyrir!!
er þetta bara hægt ef maður er hjá Gagnaveitu Reykjavíkur? Ég er hjá tengir á akureyri
Er ekki A1143 1.-2. kynslóð og er það þá ekki nothæft?
Ef það er nothæft fyrir ljósleiðarann, er þá mikill munur og á nýrri og nýjustu kynslóðum fyrir ljósleiðarann?
Þessi kynslóð er nothæf með ljósleiðara. Munurinn er sá að 1. og 2. kynslóð hefur ekki Gigabit ethernet, og hefur ekki jafn mikinn styrk á þráðlausa merkinu, en er samt betri beinir (að mínu mati) en þessir sem símafyrirtækin leigja út til viðskiptavina sinna
Er fastur í skrefi 2 því að ég finn ekkert sem heitir manual setup í Airport Utility
Manual Setup flipinn er farinn í nýjustu útgáfunni af Airport Utility.
Hægt er að leysa þann vanda með því að í eldri útgáfu af Airport Utility, þ.e. útgáfu 5.6 (Lion linkur http://support.apple.com/kb/DL1482), sem við mælum raunar með frekar heldur en nýja forritið, þar sem að nýjasta útgáfan fjarlægði nokkra möguleika fyrir Airport Extreme routerinn.
Ef þú opnar gamla forritið og stillir það skv. leiðbeiningunum þá ætti allt að virka.
Það auðvitað einnig hægt að stilla tækið skv. nýjasta forritinu en þá hliðrast leiðbeiningarnar eitthvað örlítið. Lykilatriðið varðandi tengingu við ljósleiðaraboxið er að Connection sharing sé „Share a public IP address“
Ég hef sett inn allar stillingarnar skv. leiðbeiningum. Tölvurnar á heimilinu komast allar á netið á góðum hraða en öll önnur tæki eru í ruglinu og geta ekki tengst netinu (Apple Tv, Ipad, iphone o.s.frv.) þ.e. tengjast þráðlausa netinu en komast ekki á netið. Ég er með ljósleiðara frá gagnaveitunni, telsay boxið er tengt beint við Airport Extreme sem er stillt skv. leiðbeiningum. Einhverjar hugmyndir um hvers vegna tölvurnar komast á netið en ekkert af hinum tækjunum?
Getur ekki verið að tækið sé stillt í Bridge Mode? Ef svo er, þá er routerinn ekki skráður hjá Gagnaveitunni, heldur tölvurnar sjálfar, og Gagnaveitan leyfir manni bara að tengja 3 eða 4 tæki við gagnaveituboxið.
Mælum einnig með því að nota Airport Utility 5.6 í stað nýrri útgáfu. Hægt er að keyra hana þrátt fyrir að nýrri útgáfa sé uppsett.
http://support.apple.com/kb/DL1482
Nei, það virðist ekki vera vandamálið. Ég fæ öll tækin til að virka með því að vera með Airport Extreme í Bridge Mode en þá er telsey boxið tengt við router frá Vodafone og úr honum í Airport Extreme. Ef ég kötta út Vodafone routerinn og tek AE úr Bridge Mode þá virka tölvurnar en ekki hin tækin. Frekar skrítið…
Já, það er ekki skrýtið að það virki, því að þá er Vodafone routerinn að sjá um tengingu við tækin þín, en Airport Extreme er í rauninni bara að gegna því hlutverki að senda út sterkara merki en Vodafone routerinn.
Skulum reyna að bjarga þessu. Byrjaðu á því að ná í Airport Utility 5.6 og nota það í staðinn fyrir nýjustu útgáfuna (sjá http://support.apple.com/kb/DL1482 fyrir Lion útgáfuna). Þarft ekki einu sinni að eyða nýjustu útgáfunni.
Möguleg lausn við þessu vandamáli er síðan miður enginn draumur, en það er gera allt frá byrjun, hafa nafnið á netinu eitthvað annað en áður þannig að tækin sem voru í basli (Apple TV og þannig) væru ekki með þetta Wi-Fi í minninu.
Ef þú vilt fara þá leið þá opnarðu Airport Utility, velur þitt Airport Extreme, ferð þar í Base Station og Restore Default Settings. Fylgdu síðan leiðarvísinum frá byrjun. Það bjargaði mér einu sinni.
Þúsund þakkir!! Mér sýnist þetta hafa virkað, svei mér þá!! Kærar þakkir aftur.
Frábært. Gaman að heyra 🙂
Er ekki hægt að nota nýja Airport Express? í staðinn fyrir Extreme?
Jú það er hægt. Höfum ekki prófað það sjálfir, en vitum að fólk hefur gert það með árangursríkum hætti.
Leiðarvísirinn á að mestu (eða öllu) leyti líka við um Airport Express.
Ég reyndi að fylgja leiðbeiningunum með ljósleðara tengingu og Airport Extreme en fékk þetta ekki til að virka. Viðmótið í Airport utility hefur reyndar eitthvað breyst en ég held ég hafi haft þetta rétt. Er búið að loka fyrir þetta hjá þeim?
Jújú það á að vera hægt að gera þetta með Airport Utility 6. Með Airport Utility 6 þá er samt ekki hægt að gefa notendum lesaðgang að hörðum diskum sem eru tengdir við AE.
Ef þú sendir línu á okkur á einstein.is/hafa-samband þá getum við reynt að leiða þig í gegnum þetta.
Er hægt að vera með time capsule ef maður er með Ljósnetið?
Já það ætti að vera hægt. Þar sem að Ljósnetið er xDSL tenging þá þarftu samt einnig að vera með router frá fjarskiptaþjónustu ásamt Time Capsule tækinu.
Virkar sjónvarp símans í gegnum þetta
Nei. Síminn er bara með svokallaðar xDSL tengingar (þ.e. ADSL eða Ljósnet) og því er bara hægt að nota Airport Extreme í því sem kallast Bridge Mode.
Ef Airport Extreme er í Bridge Mode þá þarf notandinn líka að vera með leigubúnað Símans tengdan samhliða Airport Extreme tækinu.