Í dag, 18. janúar 2012, munu margar af stærstu afþreyingarvefsíðum heimsins loka síðum sínum í 12 tíma (frá 08:00-20:00) til að mótmæla SOPA og PIPA frumvörpunum, sem kosið verður um á bandaríska fulltrúaþinginu þann 24. janúar.

Hvað er SOPA?
SOPA er frumvarp sem verður lagt fyrir bandaríska fulltrúaþingið til kosningar þann 24. janúar næstkomandi. SOPA stendur fyrir Stop Online Piracy Act, sem myndi mögulega útleggjast  sem „stöðvum höfundaréttarbrot á netinu“ á íslensku. Annað hliðstætt frumvarp, PIPA, verður lagt fyrir bandaríska öldungadeildarþingið, en almenn málvenja er að tala um þetta sem „SOPA“ í staðinn fyrir „SOPA og PIPA“.

Hvað gerir SOPA?
SOPA er raunar ekkert annað en ritskoðun á internetinu, framkvæmd er í skjóli aðgerða gegn höfundarréttarbrotum. Ef SOPA verður að lögum, þá mun verða hægt að loka á síður sem taldar eru stuðla að höfundarréttarbrotum (e. engage in, enable or facilitate copyright infringement), og þar fellur meðal annars undir að geyma tengla sem vísa á síður sem geyma slíkt efni.

Ef vefsíða er talin stuðla að höfundarréttarbrotum, þá mun bandarískum notendum verða meinaður aðgangur að síðunni. Raunar má segja að þetta sé ritskoðun á internetinu sem gerð er í skjóli aðgerða gegn höfundarréttarbrotum. Í eftirfarandi pósti má finna mjög athyglisverðar upplýsingar, þar sem Geoff Brigham, einn af lögfræðingum Wikimedia, útskýrir af hverju SOPA er steinn í götu frjálsrar fjölmiðlunar og Wikipedia.

Eru einhverjar stórar síður á móti SOPA?
Já. Ber þar helst að nefna Google, Facebook, Wikipedia, Twitter, eBay, Yahoo, AOL, Tumblr, og LinkedIn. Ein þessara síðna hefur staðfest þátttöku sína í Anti-SOPA blackout deginum og það er Wikipedia. Google ætlar þó að hafa tengil sem vísar á anti-SOPA upplýsingar á heimasíðu sinni, sem ætti að gefa málstaðinum byr undir vængi.

Eftirfarandi síður ætla svo að taka þátt í anti-SOPA blackout deginum, og loka á síður sínar frá 13:00-01:00 að íslenskum tíma:

  • Wikipedia,
  • Reddit
  • Imgur (sem hýsir flest allar myndir sem geymdar eru á Reddit).
  • Tor Project
  • Miro
  • iSchool at Syracuse University
  • Oreilly.com
  • Mozilla
  • WordPress.org
  • Allar síður á vegum icanhazCheezburger (sjá lista hér)
  • MoveOn.org
  • Good Old Games
  • TwitPic
  • Minecraft
  • Free Press
  • Mojang
  • XDA Developers
  • Destructoid
  • Good.is

Ef myndbandið að ofan var of tæknilegt og/eða langt þá hefur breska blaðið The Guardian einfaldari útskýringu á þessu:

Hér má svo sjá tengla  sem hafa að geyma frekari upplýsingar um SOPA:

SOPA Strike
Author

Write A Comment

Exit mobile version