Eins og þú veist eflaust þá er svartur föstudagur eða Black Friday í dag, sem er einn stærsti netverslunardagur ársins.
Rétt eins og aðrir þá lætur Amazon ekki deigan síga og þar má finna margar vörur á frábæru verði. Hér fyrir neðan geturðu séð bestu Black Friday tilboðin hjá Amazon. Tilvalið fyrir Íslendinga sem ætla að leggja leið sína til Bandaríkjanna fyrir jólin, þá sem leigja box hjá þjónustu á borð við MyUS eða Íslendinga sem búa erlendis.
Heyrnartól
AirPods
- AirPods (3. kynslóð). Endurhönnuð AirPods komu út í síðasta mánuði. Listaverð er $179.99 en kosta núna $149.99. (20.076 kr. miðað við VISA gengi 26/11/2021).
- AirPods Pro. Þessi eru með Active Noise Cancellation, eða virka
hljóðeinangrun eins og það er stundum kallað á íslensku, sem minnkar umhverfishljóð ennfremur. Listaverð er $249.99 en kosta núna $169.99 (22.752 kr.) - AirPods (2. kynslóð). Þessi sígildu AirPods kosta venjulega $159 en eru núna á $99.99 (13.250 kr.)
- AirPods Max eru líka á góðum afslætti. Kosta núna $439 (58.890 kr). í stað $549.
Bose / Sony o.fl.
Fyrir þá sem eru -Bose megin í lífinu þá er einnig hægt að gera góð kaup á þeirra heyrnartólum.
Bose QuietComfort 35. Þetta eru þessi klassísku Bose heyrnartól sem flestir kannast við. Þessi kosta venjulega $349 vestanhafs en fást núna á einungis $179 (24.091 kr.)
- Bose QuietComfort Noise Cancelling Earbuds. Þessi eru svokölluð true wireless heyrnartól líkt og frá Bose. Listaverðið á þessum er $279 en fást núna á $199 (26.768 kr).
- Sony WH-1000XM4. Það má segja að þetta sé flaggskip Sony í neytendaheyrnartólum, en þú sérð fólk oft skarta þessum á kaffihúsum, flugvélum og jafnvel ræktinni. Listaverð: $349 en kosta núna $248 (33.192 kr.)
- Microsoft Surface Headphones 2. Það er ekki klárt hversu margir taka sénsinn á þessum, en þessi fá góða dóma, og kosta núna $162.49 (21.747 kr.) í stað $249.99
- Jabra Elite 85t. Vinsæl true wireless heyrnartól fyrir þá sem eru mikið í ræktinni. Kosta venjulega $229.99 en eru núna á $149.99.
- JBL Live Free NC+ – True wireless heyrnartól frá JBL. Kosta venjulega $149.95 en eru núna á $74.95.
Apple vörur
- Apple Watch SE (GPS, 40mm) – Þetta úr er með sama örgjörva og Apple Watch Series 5 sem kom út árið 2019. Listaverð er $279.00 en kostar núna $219.99 (29.445 kr.)
- Apple Watch Series 7 (GPS, 41mm) – Nýjast kynslóðin af Apple Watch. Listaverð er $399.00 en kostar núna $379.99 (50.859 kr.)
- Apple Watch Series 5 (Stainless Steel – GPS + Cellular, 40mm). Það er vert að hafa í huga að ekki er víst að eSIM möguleikinn á úrinu virki með Úrlausn og þar til gerðum lausnum sem eru til þess fallnar að gera notendum kleift að nota úrið án símans með netsambandi. Listaverð á þessu úri er $749 en fæst núna á einungis $459 (61.433 kr.)
- iPad Pro 12.9 tommu (Wi-Fi, 256 GB) – Einnig hægt að fá með meira og minna geymsluplássi en þá er ekki víst að þú fáir gripinn fyrir jól. Listaverð á þessum er $1199 en kostar nú $999 (133.707 kr.)
- Apple TV 4K (32GB) – Listaverð á þessu er $179 en fæst núna á $169.95 (22.752 kr.) sem er gjöf en ekki gjald.
Streymitæki
Amazon Fire TV Stick 4K. Það er frábært að eiga eitt svona til að hafa með í bústaðaferðum, ferðalögum og fleira. Á tækinu sjálfu er HDMI tengi þannig að þú þarft ekki einu sinni að kaupa HDMI kapal (sem gæti líka verið dýrara en sjálft tækið). Listaverðið á þessu er $49.99 en fæst núna á $24.99 (3346 kr.)- Roku Streaming Stick 4K. Þessir eru vinsælir í Bandaríkjunum en hafa ekki náð miklu flugi annars staðar. Er ein helsta samkeppnisvara á móti Fire TV vestanhafs, og kostar núna $29.00 (3881 kr.)
- Google Chromecast. Sígilt Chromecast tæki. Listaverð $29.99 en kostar núna $19.99 (2.676 kr.)
Amazon vörur
Flestar vörur sem Amazon framleiðir eru alltaf á ríflegum afslætti á svörtum föstudegi.
- Amazon Echo Dot. Listaverð $49.99, kostar núna $29.99 (4.015 kr.)
- Amazon Echo. Stærri en Echo Dot og býður upp á betri hljóm. Listaverð $99.99, kostar núna $59.99 (8.030 kr.).
- Echo Show 5. Snjallhátalari með skjá. Kostar venjulega $84.99 en er núna á $44.99.
- Echo Show 8. Með stærri skjá og aðeins betri hátalara. Kostar venjulega $129.99, en er núna á $89.99.
- Fire 10 HD spjaldtölva. Þessi er venjulega á $149.99, en kostar núna $74.99.
- Fire 10 HD 10 Plus. Er með meira vinnsluminni en tölvan að ofan, og þessi býður manni upp á að hleðsludokku sem breytir tækinu nokkurn veginn í Echo Show snjallhátalara. Þessi er venjulega á $179.99 en kostar núna $104.99.
- Kindle Paperwhite lesbretti. Vinsæl vara frá Amazon fyrir alla lestrarhesta nær og fjær. Þessi fer venjulega á $139.99 en kostar núna einungis $104.99.
Annað
- SanDisk 400GB Ultra microSDXC kort. Frábært fyrir þá sem eiga Android tæki, Nintendo Switch eða hvaðeina sem tekur við microSD kortum. Breytistykki fylgir með ef þú þarft venjulegt SD kort í tækið þitt. Kostar venjulega $69.99, er núna á $44.99 (6.022 kr.)
- Google Wi-Fi router (3-pack). Netbeinir frá Google sem kemur með 3 tækjum sem dreifa netmerkinu vel á heimilinu þínu. Kostar venjulega $199.99 en er núna á $149.99 (20.076 kr.)
- Lenovo Chromebook Flex 3 11″ – Listaverð á þessari er $319.99 en fæst núna á $159.99 (21.414 kr.)