Facebook kaupir Instagram

Facebook tilkynnti í gær að það hefði keypt Instagram á einn milljarð dollara, eða tæplega 130 milljarða króna. Kevin Systrom forstjóri Instagram og Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, greindu frá kaupunum í fréttatilkynningum sem þeir sendu frá sér, hvor í sínu lagi.

Systrom sagði að þrátt fyrir kaup Facebook, þá myndi þróun Instagram halda áfram, þannig að notendur þurfa ekki að óttast það að Facebook Photos forrit eða eitthvað þvíumlíkt sé væntanlegt, með öllum helstu eiginleikum Instagram.

Instagram var valið iOS forrit ársins 2011 af Apple, og er eitt af vinsælustu fríu forritunum í App Store frá opnun hennar. Yfir 27 milljón manns eru með forritið á iOS tækjum sínum, og meira en milljón notendur hafa þegar sótt Android útgáfu forritsins, sem kom út fyrir liðlega viku í Google Play.

 

Author

Write A Comment

Exit mobile version