Skýþjónustan Dropbox er í miklu uppáhaldi hjá okkur á Einstein, og nýtur mikilla vinsælda meðal fólks sem er ýmist er á ferðinni, eða vill vista gögnin sín á netinu með tryggilegum hætti.

Ef þú notar Dropbox, finnst þú þurfa aðeins meira pláss, en hefur ekki þörf fyrir uppfærslu í 50GB fyrir $100 á ári, þá geturðu lesið leiðarvísinn að neðan og nælt þér í tæplega 1GB af plássi á svipstundu.

Skref 1: Farðu á http://www.dropbox.com/gs (GS stendur fyrir Getting Started). Þar þarftu að fylgja skrefum sem lýst er á eftirfarandi mynd, en með því að fylgja þeim færðu 256MB af plássi:

DFDF

 

Skref 2: Farðu nú á http://www.dropbox.com/free. Á þessari síðu biður Dropbox þig um að tengja Dropbox við Twitter og Facebook (getur svo aftengt um leið) auk þess að fylgja Dropbox á Twitter og mæla með þjónustunni. 128MB er í boði fyrir hvern lið, eða samtals 640MB.

Skref 3: Þegar þú hefur lokið hvoru tveggja þá ættirðu að vera með tæplega 1GB aukalega af plássi í Dropbox.

Author

2 Comments

  1. Carlos Ferrer Reply

    Ég er sjálfur hrifnari af Google Drive … 5GB byrjunarpláss.

Write A Comment

Exit mobile version