Í stað þess að halda þeim stöfum inni sem gefa notendum valkosti fyrir séríslensk tákn (a, d, e o.s.frv.) þá nægir að ýta á táknið, renna fingrinum upp og sleppa. Sparar manni þó nokkurn tíma fyrir hvern sendan tölvupóst.
Fyrir o (ó og ö) og a (á og æ) virkar það þannig að þú notar ofangreinda aðferð fyrir ó og á, en ferð upp og til hægri fyrir ö og æ.
iPhone og iPod Touch notendum til mæðu þá virkar þetta einungis á iPad.
4 Comments
Hvernig fae eg islenskt lyklabord?
Fylgdu leiðarvísinum að neðan. Hann er gerður fyrir iPhone, en í meginatriðum þá virkar hann líka fyrir iPad. Fylgdu bara skrefunum (og pældu lítið í myndunum) og þá ætti málunum að vera bjargað.
http://einstein.is/2011/05/07/leidarvisir-islenskt-lyklabord-i-iphone/
Bendi svo á athugasemd í lok leiðarvísis, þ.e. að íslenskir stafir birtast ekki á skjályklaborðinu í iPadinum. Þú þarft að halda inni D til fá Ð, A til að fá Á og Æ o.s.frv. Margir notendur telja sig ekki vera komna með íslenskt lyklaborð af því þeir sjá ekki séríslenska stafi á skjánum.
A iPad 2 teas
Þetta er alveg óþolandi virkni í ipad. Á android er ekki mikið mál að fá lyklaborð með sér íslenskum stöfum, þ, æ og ð til staðar hægra meginn. Það er óþolandi að þurfa að rita á þennan hátt á ipad. Er þetta líka svona á iphone?
Mér þykir auðveldara að skrifa á android(HTC Desire) símann minn en á iPad.