Áður fyrr þá lentu íslenskir (og erlendir) ferðamenn gjarnan í því að þeir keyptu síma í Best Buy sem var sagður vera án samnings á himinháu verði., og kaupendur héldu þá að það þýddi að símann væri hægt að nota með hvaða SIM korti í heiminum. Oftar en ekki sátu kaupendur þá eftir með læsta síma, þar sem að símarnir voru læstir á AT&T símkerfið í Bandaríkjunum, en voru bara seldir án samnings.

Þetta heyrir sögunni til, því frá og með deginum í dag þá verður hægt að kaupa iPhone síma ólæsta, þannig að þeir virka á öllum símkerfum, án þess að fólk þurfi að reiða sig á jailbreak og aflæsingu með hugbúnaði eða sérstökum SIM kortum (þ.e. svokölluð Gevey SIM kort). Þó ber að athuga að einungis er hægt að kaupa iPhone 4 ólæsta, en ekki 8GB útgáfuna af iPhone 3GS.

Verðið á símunum er $649 fyrir 16GB útgáfuna og $749 fyrir 32GB útgáfuna. Með söluskatti þá er verðið í kringum $700 og $810, sem er u.þ.b. 81.000 – 94.000 kr miðað við gengi gjaldmiðla í dag.

Author

Write A Comment

Exit mobile version