Gorillaz - The FallFyrir síðustu jól þá gaf hljómsveitin Gorillaz út plötu sem hún dreifði frítt til aðdáenda sinna. Platan er nokkuð sérstök að því leyti að hún var alfarið unnin á iPad í eigu forsprakka sveitarinnar, Damon Albarn, á meðan hljómsveitin var á tónleikaferðalagi um Bandaríkin.

Efnilegir tónlistarmenn og iPad eigendur geta kannski hlustað á diskinn diskinn og náð svo í eitthvað af eftirtöldum forritum, en hér að neðan er listi yfir forritin sem hljómsveitin notaði við gerð plötunnar. Tenglarnir vísa allir á App Store síðu hvers forrits.

Speak It! ($1.99)
SoundyThingie ($2.99)
Mugician (Ókeypis)
Synth ($0.99)
Funkbox ($2.99)
Gliss ($2.99)
AmpliTube ($19.99)
Xenon Groove Synthesizer ($4.99)
Korg iElectribe ($19.99)
bs-16i ($7.99)
Mellotronics M3000 ($11.99)
Cleartune – Chromatic Tuner ($3.99)
iOrgel HD ($2.99)
olsynth ($6.99)
StudioMini XL ♬ Recording Studio ($9.99)
BassLine – Analog Modeling Synthesizer ($3.99)
Harmonizer (Ókeypis)
Dub Siren Pro ($3.99)
Filatron ($7.99)

Solo Synth var svo líka á listanum, en er ekki til í App Store. Áhugasömum er bent á NLogSynthPro ($14.99) í staðinn.

Gorillaz pakkinn kostar því samtals rétt rúmlega 130 bandaríkjadollara, sem ætti því að nægja fólki til að henda í eitt stykki breiðskífu.

Author

Write A Comment

Exit mobile version