iOS 5 var gefið út fyrir skömmu síðan með pompi og prakt, og ein af helstu nýjungum við kerfið er hvernig tilkynningar (e. push notification) birtast notanda. Með Notification Center eru allar tilkynningar á einum stað, svo þær detti ekki út eins og þær gerðu áður fyrr ef maður opnaði símann í eldri kerfum. Sjálfgefnar stillingar eru að birta ósvöruðum símtölum og skilaboðum, en að neðan má sjá leiðbeiningar til að tilkynningar um hversu margir tölvupóstar eru ólesnir komi í Notification Center.

Skref 1:
Farðu í Settings og Notifications.

 

Skref 2:
Skrunaðu (e. scroll) niður í hlutann þar sem stendur „Not in Notification Center“ og smelltu á Mail.

 

Skref 3:
Smelltu nú á hnappinn efst á skjánum til að tilkynningar um ólesinn póst í Notification Center, þ.e. þannig að það standi On en ekki Off.. Á skjánum geturðu einnig valið með ýmsum hætti. hvernig tilkynningarnar birtast þér

 

Skref 4:
Njóttu þess að fá tilkynningar um ólesna tölvupósta í Notification Center.

Author

Write A Comment

Exit mobile version