fbpx
Tag

Mail

Browsing

Jailbreak:  Ef þú hefur jailbreakað iOS tækið þitt (leiðarvísa til að framkvæma jailbreak má finna hér ) þá getur þú sett upp skemmtilega  viðbót sem heitir Swipe For Mail. Eftir að uppsetningu á Swipe for Mail er lokið þá mætti halda að ekkert hafi gerst. Ekkert nýtt forrit á heimaskjánum (e. home screen) né heldur neinar aukalegar stillingar í Settings.

iOS 5 var gefið út fyrir skömmu síðan með pompi og prakt, og ein af helstu nýjungum við kerfið er hvernig tilkynningar (e. push notification) birtast notanda. Með Notification Center eru allar tilkynningar á einum stað, svo þær detti ekki út eins og þær gerðu áður fyrr ef maður opnaði símann í eldri kerfum. Sjálfgefnar stillingar eru að birta ósvöruðum símtölum og skilaboðum, en að neðan má sjá leiðbeiningar til að tilkynningar um hversu margir tölvupóstar eru ólesnir komi í Notification Center.

Hin árlega Apple Worldwide Developers Conference eða WWDC, stendur nú yfir í San Francisco í Bandaríkjunum (6.-10.júní). Síðastliðinn mánudag var iOS 5 kynnt með pompi og prakt.

Hér að neðan má sjá helstu nýjungarnar í nýja stýrikerfinu, sem hægt verður að nota eftirtöldum tækjum: iPhone 3GS, iPhone 4. iPad og iPad 2, og að lokum 3. og 4. kynslóð af iPod Touch.