Þessi dásamlega viðbót styður einnig niðurhal á öllum skrám sem eru á viðkomandi síðu, þannig að með auðveldum hætti geturðu náð í allar .mp3 skrár, .doc, .pdf o.s.frv. með einum músasmelli (t.d. hentugt fyrir skólafólk sem er að ná í glærupakka eða eitthvað slíkt af nemendavef), í staðinn fyrir að þurfa að smella á hverja skrá, eina í einu, og vista sérstaklega.
Með DownThemAll geturðu líka gert hlé á niðurhalinu (eins og er reyndar hægt í flestum vöfrum nú til dags) þannig að þú þarft ekki að hala niður allri skránni í einu, heldur getur haldið áfram síðar, ef þú ert t.d. að fara á milli staða með tölvuna. Einnig er hægt að takmarka hraðann á niðurhalinu (eitthvað sem aðrir vafrar bjóða ekki upp á), svo þú getir látið stóran skráarflutning malla á meðan þú gerir annað á netinu.
DownThemAll [Firefox Add-Ons]