fbpx
Category

Netið

Category

Internet Explorer - kaka

Samkeppni á netvaframarkaði er hörð. Internet Explorer, Google Chrome, Mozilla Firefox, Apple Safari og Opera eru fimm stærstu vafranir sem berjast um hituna, auk þess sem minni vafrar deila með sér einhverju broti úr prósentu.

Fyrirtækin Microsoft og Mozilla sýna samt hvort öðru mikla háttvísi í þessari samkeppni, en fyrirtækin senda hvort öðru köku, þegar nýjar stórútgáfur af vöfrum hvors fyrirtækis koma út.

Google Chrome merkiðGoogle Chrome: Þegar maður er að taka gamla góða nethringinn, þá getur það verið leiðinlegt til lengdar að þurfa að fara í gegnum 2-3 skref til að sjá mynd í fullri stærð. Í aðstæðum sem þessum, þá kemur Hover Zoom þér til hjálpar, en Hover Zoom er viðbót (e. add-on) fyrir Google Chrome, sem sýnir þér mynd í fullri stærð, þegar þú ferð með músarbendilinn yfir myndina.

Almennt er mælt með því að maður reyni að forðast það eins og heitan eldinn að deila netfanginu sínu á almennri síðu á netinu.

Ef þú hins vegar þarft að deila netfangi þínu á netinu (t.d. ef þú ert að selja eða kaupa notaðar vörur á spjallvefjum, hvort sem það er hérlendis eða erlendis og krafa er gerð um birtingu netfangs) þá er heldur hvimleitt að lenda í því að SPAM bottar finni netfangið manns og bæti því á 1000+ póstlista.

(Pop Quiz: Hversu margir ruslpóstar eru sendir út fyrir hvern sem er svarað? Svar í lok greinar)

„Ein af tölvunum tveimur sem var stolið frá Hugleiki, grá MacBook Pro þakin Star Wars límmiðum, hefur að geyma ævistarf Hugleiks. Þar á meðal er leikrit sem hann hefur verið með í smíðum í nokkurn tíma og áætlað er að fari á fjalir Borgarleikhússins á komandi leikári.“

-Frétt Vísis 15.júní 2011

DropboxÞarna mátti sjá tilvitnun í frétt Vísis, sem greindi frá því þegar brotist var inn til Hugleiks Dagssonar listamanns, og tölvunni hans stolið. Fréttir á borð við þessar eru sem betur fer ekki algengar, en með því að setja upp eitt forrit, þá er maður laus við þennan vanda.

Dropbox (Windows/Mac/Linux/iOS/Android/BlackBerry) er ókeypis forrit og þjónusta frá samnefndu fyrirtæki, vistar gögn með öruggum hætti á vefþjóni sínum, þannig að notendur geta nálgast þau með auðveldum hætti í tölvum sínum, snjallsímum og öðrum tækjum eða á öruggu vefsvæði þeirra á Dropbox.com.