iPhone 4S - Siri
Siri er ein helsta nýjungin í iPhone 4S, aðstoðarkona með gervigreind, sem tekur við raddskipunum.

iPhone Dev-Team, sem eru meistararnir á bak við redsn0w, Pwnage Tool og ultrasn0w, sem gerir fólki kleift að jailbreak-a og aflæsa iPhone símum sínum, eru nú ekki langt frá því að vera komnir með aflæsingu fyrir iPhone 4S símann, sem Apple hóf sölu á fyrir út fyrir tæpum 2 mánuðum síðan.

MuscleNerd, einn af forkólfum iPhone Dev-Team, greindi frá þessu á Twitter í gær.

Það sem þetta þýðir í raun er að ef svo ólíklega vill til að maður eigi læstan iPhone 4S þá mun maður geta jailbreak-að og aflæst símanum, þannig að hægt sé að nota hann með hvaða símkerfi sem er (t.d. aðilar sem kaupa hann á samningi í USA eða á öðrum löndum, þar sem síminn er læstur og flytja svo heim til Íslands eða skipta um símfyrirtæki að samningi loknum).

Author

Write A Comment

Exit mobile version