Það er heldur hvimleitt að lenda í netvandræðum með snjalltæki eins og iPhone, sem margir nota helst sem lófatölvu með símaeiginleikum frekar en öfugt.
Ef að þú kemst ekki inn á þráðlaust net (WiFi), hvort sem það er heima hjá þér eða að heima, eða þá að 3G netið virkar ekki sem skyldi, þá getur lausnin einfaldlega legið í því að núllstilla allar netstillingar á símanum.
ATH! Við viljum benda á að með því að gera þetta þá fara einnig öll vistuð lykilorð (WiFi) af tækinu, þannig að í kjölfar aðgerðarinnar þá þarftu að slá inn lykilorð á þau net sem þú vilt komast inn á.
Þú núllstillir netstillingar á iPhone með eftirfarandi hætti:
Farðu í Settings > General > Reset > Reset Network Settings. Þegar þangað er komið þá ætti skjár eins og þessi að neðan að blasa við þér:
Að þessu búnu skaltu endurræsa tækið til öryggis og síðan slá slá inn netstillingar fyrir símfyrirtækið þitt á ný (sjá 3G og MMS stillingar fyrir iPhone).