iOS: Flipboard er án nokkurs vafa vinsælasta „iPad only“ forrit í (frekar stuttri) sögu iOS stýrikerfisins. Það sem gerir forritið svo skemmtilegt er að til að lesa fréttir í gegnum Flipboard, þá er hægt að lesa fréttir á mörgum vefsíðum með því að fletta í gegnum þær, nánast eins og um dagblað sé að ræða.

Í dag hafa um 4,5 milljónir notenda hafa sótt það í tækin sín, sem þýðir að um 10% allra iPad eigenda eru með forritið uppsett hjá sér, en Mike McCue, forstjóri Flipboard, greindi frá þvi á vefráðstefnunni LeWeb sem fer fram í París 7.-9. desember. Hann tjáði síðan gestum sýningarinnar að iPhone útgáfa af Flipboard forritinu væri komin út, þannig að forritið er ekki lengur takmarkað við iPad spjaldtölvurnar.

Flipboard á iPhone er, skiljanlega, fátt annað en smækkuð útgáfa af iPad forritinu. Eftir að þú setur forritið upp þá geturðu bætt við reikningum þínum á samskiptamiðlum á borð við Facebook, Twitter o.fl. og einnig Google Reader ef þú notar það.

Myndband sem sýnir forritið í notkun

Ein nýjung fylgir iPhone útgáfunni af Flipboard, en það er „Cover Stories“ eða forsíðufréttir, sem laga sig að þörfum notandans eftir því sem forritið er notað meira (sjá færslu á Flipboard blogginu um Cover stories).

Forritið er ókeypis og er fáanlegt í App Store (tengill að neðan).

Flipboard [App Store]

 

P.S. Ef þið hafið ótakmarkaðan áhuga á forritinu, og mikinn tíma aflögu, þá er hægt að horfa á viðtal tæknibloggarans Robert Scobleizer við áðurnefndan Mike McCue, þar sem forritið er sýnt í notkun. Mike byrjar að sýna virkni forritsins eftir rúmar 7 mínútur í myndbandinu.

 

Author

Write A Comment

Exit mobile version