Ef þú hefur jailbreak-að þitt tæki, og þarft að koma skilaboðum á framfæri eins fljótt og auðið er, þá geturðu tweetað beint úr Home Screen með því að setja upp einfalda viðbót sem heitir Twicon.
Twicon er einfalt lítið forrit, eða frekar viðbót eins og segir að ofan, sem opnar ekki Twitter forritið, heldur dregur einungis upp lítinn glugga til að þú getir tweetað lítil skilaboð á svipstundu. Twicon er ókeypis, og hægt er að finna það með því að opna Cydia, og slá inn „Twicon“ í leitarflipanum.