fbpx
Tag

Twitter

Browsing

Twitter

Twitter forritið fyrir Mac fékk á dögunum sína fyrstu uppfærslu síðan 2011, og kemur nú loks með Retina stuðningi, og betri stuðning fyrir deilingu mynda, auk þess sem forritið er nú í boði á 14 tungumálum.

Twitter #music

Bandaríski samfélagsmiðilinn Twitter svipti í dag hulunni af þjónustunni Twitter #music sem fyrirtækið segir að muni breyta því hvernig fólk finnur tónlist á netinu.

Þjónustan byggir (eðlilega) á Twitter, og fer í gegnum Twitter færslur til að finna vinsælustu lögin hverju sinni, og hugsanlegar stjörnur morgundagsins.  Lögin á Twitter #music koma frá þremur tónlistarveitum: iTunes, Spotify eða Rdio.

Samfélagsmiðlar - truflun - thumbnail

Fyrirtækið Rede App bjó til skýringarmynd sem sýnir hvernig truflanir hafa áhrif á framleiðni starfsmanna í vinnunni.

Meðal þess sem kemur fram í skýringarmyndinni er hversu lengi það tekur mann að koma sér aftur að efninu eftir að hafa litið á samfélagsmiðla, auk þess að koma með upplýsingar um hversu mikill tímaþjófur Facebook, Twitter og tölvupóstur er í raun.

Samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Twitter og nú Google+ hafa náð mikilli útbreiðslu á undanförnum árum (Facebook þá einna helst). Eins og flestum er kunnugt um þá er Facebook stóri bróðir þegar samfélagsmiðlar eru annars vegar, og fyrirtækið hefur að vissu leyti breytt því hvernig einstaklingar hafa samband við hvorn annan, því fólk notar nú tölvupóst í minna mæli og sendir frekar bara Facebook skilaboð eða skrifar á vegginn hjá viðkomandi aðila.