Eftirfarandi ráð eru kannski sjálfsagður hlutur í augum sumra, en opnar augu annarra svo um munar, þannig að það er látið flakka.

Til að taka skjáskot af því sem er að gerast á skjánum ykkar hverju sinni, þá haldið þið einfaldlega Home takkanum inni og ýtið svo á Sleep/Mute ofan á símanum. Passið bara að halda Home takkanum ekki of lengi inni því þá virkjið ýmist Siri á iPhone 4S eða Voice Control á eldri sínum.

Þar hafið þið það. Skjáskot á iPhone = Home + Sleep/Mute. Nú vitið þið hvernig öll skjáskot á síðum á borð við DamnYouAutoCorrect eru send inn.

Author

Write A Comment

Exit mobile version