Eins og áður hefur verið greint frá, þá er útgáfa 4.4.4 komin út fyrir Apple TV, sem býður m.a. upp á AirMirroring og Photo Stream í iOS 5, texta með sumu myndefni í Netflix og fleira.

Þá er jailbreak fyrir Apple TV komið fyrir 4.4.4, en það er einungis tethered, þannig að ef maður þarf að endurræsa Apple TV eða taka hann úr sambandi (sem getur gerst) þá þarf maður að ræsa hann með hjálp tölvu.

Firecore, mennirnir á bak við Seas0nPass sem notað er til að jailbreak-a Apple TV, greindu nýlega frá því á Twitter síðu sinni að untethered jailbreak væri væntanlegt, sbr. eftirfarandi tweet:

Við viljum þó minna alla á, að þeir sem eru með XBMC/Plex eða eitthvað annað uppsett á Apple TV, þurfa að setja það upp að nýju vilji þeir uppfæra í 4.4.4.

Uppfærslan í 4.4.4 hefur mest gildi gagnvart þeim sem eiga iPhone 4S eða iPad 2 og vilja nota AirMirroring til að spegla efnið á þeim tækjum í sjónvarpi með Apple TV.

Author

2 Comments

  1. getur maður einungis speglað með þessum tveim tækum í Apple tv ?

    • Já, þ.e.a.s. ef þú vilt spegla leiki sem þú spilar, Safari eða eitthvað slíkt. Það er bundið við iPhone 4S og iPad 2.

      Það er samt lítið mál að spegla tónlist, myndir og myndbönd með eldri tækjum sem eru m eð iOS 4.3 eða nýrri útgáfu af iOS uppsett á sínu tæki (iPhone, iPad, iPod Touch).

Write A Comment

Exit mobile version