Fyrsta breytingin er sú að ef maður kýs að deila Instagram myndum sínum á Facebook, þá fara þær allar í sérstakt albúm „Instagram Photos“ eða mögulega „Instagram myndir“ ef maður er með Facebook á íslensku.
Aðrar breytingar sem fylgja þessu eru þær, að myndirnar birtast í fullri stærð í fréttaveitunni ásamt myndatexta, en ekki með tengil á Instagram URL-ið eins og áður, sbr. eftirfarandi mynd:
Að endingu er hægt að deila myndum á tímalínunni hjá öðrum aðilum, hópum eða Facebook síðum, auk þess sem hægt er að setja inn gamlar Instagram myndir í Instagram albúmið á Facebook, þannig að myndir teknar fyrir 6.janúar 2012 geti líka verið þar inni.