Gmail Offline er ókeypis Google Chrome forrit sem er ætlað aðstæðum sem þessum, þ.e. lestur og skrif tölvupósta án nettengingar. Forritið er gert með HTML5 tækni, og byggir á Gmail vefforritinu fyrir spjaldtölvur, sem er ætlað að virka óháð því hvort maður sé nettengdur eður ei.
Eftir að þú setur upp Gmail Offline þá opnaru bara nýjan flipa og þar ættirðu að sjá Offline Google Mail
Þegar þú opnar Gmail Offline þá er viðmótið eins og á spjaldtölvum, þ.e. með innhólfinu í dálki vinstra megin og tölvupóstunum sjálfum hægra megin.
Stillingar forritsins eru heldur frumstæðar, en þú ferð í þær með því að smella á skrúfboltann uppi í hægra horninu. Einu stillingarnar sem maður haft er hversu miklum pósti maður vill hala niður sem hægt er að skoða (vika, tvær vikur eða mánuður) eða hvort maður vilji búa til sjálfgefið svar ef maður fer tekur sér frí frá tölvupóstinum út af einhverjum ástæðum.