Tölvupóstþjónustan Gmail fagnar nú níu ára afmæli sínu. Þjónustan er stærsta svokallaða „20% verkefni“ sem Google hefur sent frá sér, en fyrirtækið leyfir starfsfólki sínu að verja þeim tíma til að vinna að verkefnum að eigin vali.
Aðrar vinsælar þjónustur sem eru runnar undan rifjum Innovation Time Off eins og fyrirbærið kallast eru Google News og Google AdSense.

Gmail tölvupóstþjónustan frá Google er með þeim öflugri sem netið býður upp á í dag. Meira en 7GB af geymsluplássi ókeypis, auk þess sem engin þörf er á að flokka póstinn (þótt við mælum samt með því upp á skipulagið). Margir sem byrja að nota Gmail, snúa aldrei aftur í tölvupóstforrit á tölvunum sínum, heldur skrá sig einungis inn í póstinn sinn á gmail.com.


Google Chrome: Ef þú ert að fara út í bústað eða á einhvern stað þar sem þú verður ekki í netsambandi, þarft svara nokkrum tölvupóstum en vilt ekki notast við tölvupóstforrit á borð við Microsoft Outlook, Mozilla Thunderbird eða Apple Mail, þá Gmail Offline sem þú mættir skoða.
iOS (iPhone/iPad/iPod Touch): Mikið var að kýrin bar. Þótt margir séu mjög sáttir með sjálfgefna póstforritið sem fylgir öllum iOS tækjum, þá eru sumir sem finnst eitthvað vanta í það, einkum þeir sem eru vanir því að nota Gmail, sem býður upp á virkilega marga eiginleika (sbr.
Ef þú ert með mörg netföng sem þú þarft alltaf að kanna reglulega (t.d. persónulegt netfang, skóla og/eða vinnu) þá er mjög þægilegt að geta sameinað þetta allt í eitt stórt pósthólf. Með Gmail er þetta mögulegt, og þú ert innan við 5 mínútur að koma þessu upp.