Leikjafyrirtækið OnLive kynnti til sögunnar nýtt forrit, OnLive Desktop, á CES raftækjasýningunni sem fór fram í Las Vegas, Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. OnLive Desktop er nokkuð magnað forrit, en með því er hægt að keyra smækkaða útgáfu af Windows 7 á iPad, og það án þess að borga krónu fyrir.

Trompið í OnLive Desktop er að það gerir notendum kleift að nota Microsoft Word, PowerPoint og Excel á iPad, sem ætti að laða einhverja notendur að, sem þekkja það vinnuumhverfi betur heldur en aðra ritla sem til eru á iPad.

Með forritinu fylgir svo 2GB geymslupláss á onlive.com, þannig að ef þú ert að vinna í skjali á iPadinum þínum, þá geturðu haldið vinnunni áfram í tölvu með því að fara inn á desktop.onlive.com.

Að neðan má sjá, auk tengils á forritið, tvö myndbönd. Hið fyrra er auglýsing frá OnLive að kynna OnLive Desktop, sem gefur til kynna að OnLive Desktop sé eitt besta forrit allra tíma. Síðara myndbandið sýnir svo forritið sjálft í notkun, sem gefur manni raunhæfari mynd af því hvernig forritið virkar.

 

Hér er svo myndbandið sem sýnir OnLive Desktop í notkun

Author

1 Comment

  1. Elín Hrönn Jónsdóttir Reply

    Er ekki hægt að nota íslenska stafi í Word?

Write A Comment

Exit mobile version