Windows/Mac: Ctrl+C til að afrita,og Ctrl+V til að líma. Maður hefði haldið að það væri ekki hægt að einfalda þetta neitt frekar. Click.to er forrit, sem var þróað af þýska fyrirtækinu Axonic, sem sprautar sterum í klemmuspjald (e. clipboard) notandans, og sparar manni marga músarsmelli og skipti á milli forrita (klemmuspjald er staðurinn sem texti, myndir eða önnur gögn vistast, þegar þú smellir á Ctrl+C / Cmd+C (eða Edit > Copy) í forritum).

Ef maður ætti að lýsa Click.to í örstuttu máli, þá er hljóðar hún þannig að ef þú notar Click.to þá þarftu einungis að afrita efni, en aldrei að líma það. Ctrl+V / Cmd+V er því flýtivísir (e. shortcut) sem þú munt ekki þurfa að nota lengur (nema í undantekningartilvikum til að afrita skrár á á harða disknum þínum).

Click.to er einstakt því eftir að þú setur upp forritið, þá er nóg fyrir þig að afrita texta, og eftir að þú smellir á Ctrl+C / Cmd+C þá birtist lítil tækjastika, sem býður þér upp á ýmsa áfangastaði fyrir textann sem þú varst að afrita. Sjálfgefnir valkostir eru að senda texta í Gmail, Facebook, Twitter, svo líka leit á Google, eða Wikipedia. Reyndari tölvunotendur geta þó líka bætt við ýmsum þjónustum, eins og Evernote, Simplenote.

Hér má sjá hvaða þjónustur eru í boði þegar maður setur upp forritið í fyrsta sinn (vitanlega öðruvísi í Windows útgáfunni):

Eftirfarandi myndband sýnir svo í fljótu bragði hvernig Click.to virkar í framkvæmd.

Author

Write A Comment

Exit mobile version