Til þess að dulkóða skilaboðin, þá sendandi þeirra Black SMS forritið og skrifar skilaboðin. Þegar hann hefur lokið ritun þeirra, þá afritast skilaboðin yfir í Messages og eru send í svartri loftbólu á móttakandann. Móttakandinn verður þá að afrita loftbóluna yfir í Black SMS, slá inn lykilorðið sem sendandinn valdi og þá getur hann séð skilaboðin.
Hér að neðan er myndband sem sýnir Black SMS í notkun
Það verður seint sagt að þetta sé fljótlegasta leið í heimi til að senda skilaboð, en hún getur eflaust komið að notum í ákveðnum tilvikum. Black SMS virkar á iPhone, iPad og iPod Touch og kostar $0.99.