iOS: Ef þú þarft að senda einhverjum SMS sem varðar viðkvæmt atriði, þá getur verið heldur hvimleitt ef móttakandinn er ekki við símann og einhver forvitin sál sér skilaboðin, hvort sem það er í óvart eða viljandi. Black SMS leysir þetta vandamál með því að dulkóða skilaboð áður en þau eru send, sem virkar þannig að móttakandi skilaboðanna þarf að vita lykilorð sem fylgir þeim.

Til þess að dulkóða skilaboðin, þá sendandi þeirra Black SMS forritið og skrifar skilaboðin. Þegar hann hefur lokið ritun þeirra, þá afritast skilaboðin yfir í Messages og eru send í svartri loftbólu á móttakandann. Móttakandinn verður þá að afrita loftbóluna yfir í Black SMS, slá inn lykilorðið sem sendandinn valdi og þá getur hann séð skilaboðin.

Hér að neðan er myndband sem sýnir Black SMS í notkun

Það verður seint sagt að þetta sé fljótlegasta leið í heimi til að senda skilaboð, en hún getur eflaust komið að notum í ákveðnum tilvikum. Black SMS virkar á iPhone, iPad og iPod Touch og kostar $0.99.

Author

Write A Comment

Exit mobile version