Tweetbot er vinsælasta Twitter forritið í App Store sem er ekki ókeypis, og ekki að ástæðulausu. Forritið kom eins og stormsveipur á markaðinn, með eiginleikum sem fáir höfðu hugsað sér að væru nauðsynlegir, en geta nú ekki lifað án.

Hægt er að Tweetbot að þörfum notandans upp að vissu marki, og meðal vinsælustu eiginleika forritsins er að geta þrísmellt (e. triple-tap) á Twitter færslu til að svara notanda, setja viðkomandi færslu í Favorites, retweet-a eða þýða viðkomandi færslul.

Tapbots, fyrirtækið á bak við Tweetbot gaf út 2.0 útgáfu af forritinu í gær þar sem viðmótinu var breytt nokkuð, og í leiðinni brugðu Tapbots-liðar á það ráð að setja Tweetbot fyrir iPad í App Store (sem þarf að kaupa sérstaklega). Í eftirfarandi myndbandi má sjá iPad útgáfu forritsins í notkun.


Tweetbot fæst í App Store og kostar $2.99.
Author

Write A Comment

Exit mobile version