Steve Wozniak í röðinni

 Steve Wozniak, sem einnig er þekktur sem Woz eða „The Other Steve“ er mörgum að góðu kunnur, en hann stofnaði Apple ásamt Steve Jobs í bílskúr þess síðarnefnda árið 1976.

Þrátt fyrir að vera frægur á heimsvísu þá hefur Wozniak ávallt haldið sig á jörðinni, og í stað þess að panta nýjasta iPadinn heim að dyrum líkt og margir kusu að gera, þá ákvað hann að bíða næturlangt í röð eftir spjaldtölvunni sem beðið er með mikilli eftirvæntingu.

Vefmiðillinn What’s Trending mætti á svæðið og tók lítið viðtal við hann, sem hægt er að sjá hér að neðan

Author

Write A Comment

Exit mobile version