Jailbreak: iOS útgáfa af Sparrow, póstforritinu vinsæla, lenti nýlega í App Store og hefur almennt fengið góðar undirtektir. Einn megingalli þótti þó vera við forritið, þ.e. að ekki var mögulegt að fá tilkynningar sjálfkrafa þegar nýr póstur var móttekinn, eða svokallaðar Push notifications.

Ef þú hefur jailbreakað iOS tækið þitt þá er hægt að fá slíkar tilkynningar. Eina sem þú þarft að gera er að opna Cydia og leita að Sparrow Push og setja inn þessa litlu viðbót. Um leið og hún er koin, þá geturðu opnað Sparrow, farið í Settings og slökkt eða kveikt á Push (sjálfgefin stilling er ON).

Author

Write A Comment

Exit mobile version