Eins og flestir iOS-og-Facebook notendur hafa tekið eftir, þá geta notendur ekki lengur sent skilaboð úr Facebook forritinu, því gerir Facebook þann áskilnað að einstaklingar hafi bæði Facebook og Facebook Messenger forritin uppsett á iPhone símum sínum.
Streymiþjónustan Spotify hefur notið gífurlegra vinsælda hérlendis síðan fyrirtækið byrjaði að bjóða þjónustu sína opinberlega á Íslandi fyrir rúmu ári.
BiteSMS, eitt allra vinsælasta jailbreak forritið í Cydia búðinni, er á 30% afslætti í tæpa viku, eða til 9. mars næstkomandi.
LastPic er skemmtileg viðbót fyrir þá sem framkvæmt jailbreak á iPhone símanum sínum eða öðrum iOS tækjum.
Viðbótin gerir manni kleift að senda síðustu myndina sem tekin var á símanum með einum smelli. Þessi eiginleiki er þegar til staðar í Twitter forritinu Tweetbot [App Store tengill] og hefur notið mikilla vinsælda þar.
Margur er knár þótt hann sé smár. Það eru orð að sönnu þegar litla forritið F.lux er annars vegar, sem ætti að henta hverjum þeim sem eyðir miklum tíma fyrir framan tölvuskjá. En hvað gerir F.lux nákvæmlega? Áður en því er svarað þá skulum við setjast aðeins á skólabekk.
Melatónín er efni sem heilinn okkar framleiði. Í daglegu tali er það stundum kallað hormón myrkursins, en það hjálpar manni m.a. að sofna. Við góð birtuskilyrði þá er framleiðsla melatóníns lítil, en eykst ef birtan minnkar.
Það gerist alltaf endrum og sinnum að við fáum fyrirspurn frá aðilum sem í sakleysi sínu vilja nota mús og lyklaborð á iPad spjaldtölvunni sinni. Leiðbeiningar um notkun á þráðlausum Bluetooth lyklaborðum eru einfaldar, en svarið við hlutanum er varðar notkun á mús er alltaf það sama: „Hverju ætlarðu að stjórna með músinni?“
Ef þú átt iPad sem þú hefur jailbreakað, þá þarf þetta ekki að vera tilfellið, því nú er komin Cydia viðbót, sem gerir manni kleift að nota þráðlausa mús með iPad, sem tengist með áðurnefndri Bluetooth tækni.
iOS Jailbreak: Eitt af því sem er frekar pirrandi við að setja inn (og sérstaklega uppfæra) forrit úr App Store á iPhone eða iPad er að í hvert skipti þá þarftu að slá inn App Store lykilorðið þitt. Vissulega er ákveðið öryggi sem fylgir þessu, en ef þú nærð einkum í ókeypis forrit eða treystir þeim sem eru nærri þér fyrir iOS tækinu þínu, þá geturðu forðast þessa örlitlu seinkun í hvert skipti sem þig langar að svala þorstanum og ná þér í nýtt forrit.
iPhone: Ef þú ert annaðhvort alltaf að hringja í fólk úr vasanum, eða ert gjarn (eða gjörn) á að hringja í aðra þegar þú úti ert að skemmta þér, þá er Cydia viðbótin (e. Cydia tweak) AskToCall nokkuð sem þú ættir að setja upp.
AskToCall er Cydia viðbót, sem táknar að þú þarft að framkvæma jailbreak á iPhone símanum þínum til að geta notað hana. Viðbótin virkar þanng að þegar þú ætlar að hringja símtal þá þarftu að gera „Slide to call“ ekki ósvipað og „Slide to unlock“ þegar síminn er vakinn úr svefni. Myndbandið að neðan sýnir viðbótina í notkun.
Jailbreak: iOS útgáfa af Sparrow, póstforritinu vinsæla, lenti nýlega í App Store og hefur almennt fengið góðar undirtektir. Einn megingalli þótti þó vera við forritið, þ.e. að ekki var mögulegt að fá tilkynningar sjálfkrafa þegar nýr póstur var móttekinn, eða svokallaðar Push notifications.