Árið 2010 kynnti Síminn til sögunnar internet yfir svokallað ljósnet, sem vakti hörð viðbrögð hjá Gagnaveitu Reykjavíkur. Þeir sögðu markaðssetningu Símans vera villandi, þar sem ekki væri um ljósleiðaranet að ræða (þó er vert að geta þess að Neytendastofa sá ekki ástæðu vera til aðgerða vegna markaðssetningar Símans). Með þessar tvær þjónustuleiðir þá er ekki laust við að maður spyrji sig, hver munurinn sé á ljósleiðara og ljósneti?
Eins og fram hefur komið þá er ljósleiðarinn á vegum Gagnaveitu Reykjavíkur, á meðan ljósnetið er á vegum Símans. Satt að segja myndi hinn almenni internetnotandi hugsanlega ekki finna fyrir muni á ljósleiðaratengingu annars vegar og ljósnetstengingu hins vegar.
Hraði
Grundvallarmunurinn er sá að ljósleiðari býður almennt upp á sama hraða upp og niður, þ.e. 50Mbit/s í báðar áttir, á meðan ljósnetið býður upp á 50 Mbit/s niður og 25 Mbit/s upp. (Þá eru sumir þjónustuaðilar farnir að bjóða upp á 100Mbit/s yfir ljósleiðarann frá GR).
Tækni
Ljósleiðarinn frá Gagnaveitu Reykjavíkur er ljósleiðari alla leið inn í hús, á meðan algengt er í ljósneti Símans að ljósleiðarinn sé frá miðju og að götuskáp í úthverfi, og þaðan sé kopartaug inn á heimili sé um 120 metrar.
Tæknin sem liggur til grundvallar ljósnetinu keyrir á tveimur mismunandi stöðlum. Annars vegar GPON sem er ljósleiðari frá símstöð og inn í hús, en Síminn notast við GPON í nýjum hverfum og hyggur á að leggja þetta í fleiri hverfi. Þessi leið kallast FTTH (Fiber to the Home), en ljósleiðaratengingar Gagnaveitu Reykjavíkur eru einnig FTTH.
Hinn staðallinn er VDSL sem byggir á DSL tækni, sem er þá ljósleiðari frá símstöð að götuskáp og þaðan með kopar inn í hús. Skv. upplýsingum frá Símanum þá fara yfir 90% þeirra kopartenginga ekki yfir 250m því ættu að nást 100Mbit á þessum tengingum í dag. Þessi leið kallast FTTC (Fiber to the Curb).
Endabúnaður (router)
Athugið að 1MB = 8Mbit, þannig að notandi hámarkar tengingu sína með því að hala niður efni á 6.25 MB á sekúndu ef hann er með 50Mbit tengingu.
Ákvörðun nr. 40/2020 [Neytendastofa]
„Sakar Símann um blekkingu“ [Vísir]
„Ljósnet fyrir neytendur“ [Vísir]