Ef þú ert svo skjálfhentur að þú nærð aldrei góðri mynd, eða vilt geta tekið fjarstýrðar myndir, þá geta heyrnartólin sem fylgdu með iPhone símanum þínum komið að gagni. Ef þú ert með iOS 5 uppsett á iPhone, iPad eða iPod touch tækinu þínu, þá geturðu einfaldlega tengt heyrnartólin þín og notað hækka takkann (e. volume up) til að smella af mynd þegar þú ert í Camera forritinu.

Ástæðan fyrir þessu snilldarráði er sú að með iOS 5 var notendum gert kleift að taka myndir með því að smella á hækka takkann á símanum, líkt og um myndavél sé að ræða. Heyrnartólin framkvæma nákvæmlega sömu skipun, og þar af leiðandi er hægt að taka myndir með heyrnartólunum.

Þeir Will og Norm frá Tested.com sýna þetta í myndbandinu að neðan:

Author

Write A Comment

Exit mobile version