Með auknum vinsældum iPad spjaldtölvunnar, þá eru sífellt fleiri notendur eingöngu að nota skjályklaborð tölvunnar í stað hefðbundins lyklaborðs (þótt vert er að benda á að hægt er að tengja Bluetooth lyklaborð við iPad). Í eftirfarandi myndbandi er farið út í ýmis ráð til að slá inn texta og tákn hraðar en ella.

Hér á síðunni höfum við farið út í sum þessara ráða, t.d. hvernig maður skrifar íslenskan texta á leifturhraða, auk þess hvernig maður skiptir upp lyklaborðinu á iPad sem keyrir iOS 5. Auk ofangreindra ráða þá eru fimm til viðbótar sem hægt er að sjá í myndbandinu fyrir neðan

Heimild: Macworld
Author Ritstjórn

Write A Comment