Lausnin við þessu hvimleiða vandamáli er að ná í forritið GoodPlayer í App Store. Með GoodPlayer þá geturðu einfaldlega dregið .avi skrár á iPhone símann þinn eða iPad spjaldtölvuna (nú svo auðvitað iPod touch ef þú átt einn slíkan) og verið byrjaður að horfa á kvikmyndir, þætti eða myndskeið eftir örfáar mínútur.
GoodPlayer gerir gott betur en að spila bara AVI skrár því það styður einnig eftirfarandi snið: XviD, DivX, DAT, VOB, DAT, FLV, WMV, MKV, MP4, AC3 og að lokum RM ef þú átt gamlar .rm skrár frá því á 20. öldinni. Þau snið sem fer fó mest fyrir eru óumdeilanlega AVI, MKV og MP4.
Ef það nægir þér ekki að geta flutt skrárnar yfir á tækið þitt, þá geturðu einnig spilað af eftirfarandi vefþjónum: HTTP, HTTPS, FTP, RTSP, MMS, SFTP, SMB, MMSH, MMST, RTP, UPnP and UDP. Þetta þýðir að ef ert t.d. að deila skrám úr tölvunni þinni til að spila á XBMC í Apple TV, þá geturðu einnig notað GoodPlayer til að spila sömu skrár á iPhone/iPad.
GoodPlayer fæst í App Store, er fáanlegt fyrir iPhone, iPad og iPod Touch og kostar $3.75 í App Store. Í bandarísku App Store búðinni þá kostar forritið $2.99, en munurinn grundvallast á því að nú er innheimtur 25,5% virðisaukaskattur af forritum sem seld eru í íslensku App Store búðinni.