fbpx
Tag

iPad forrit

Browsing

Outlook iOS

Microsoft hefur gefið út iOS útgáfu af Outlook forritinu góðkunna. Viðmót forritsins er líkara Windows 8 heldur en iOS, en þar sem að margir telja að breytt hönnun á viðmóti í iOS 7 sé undir áhrifum Windows 8, þá er ekkert víst að forritið skeri sig mjög úr þegar iOS 7 kemur út síðar á árinu.

Twitter #music

Bandaríski samfélagsmiðilinn Twitter svipti í dag hulunni af þjónustunni Twitter #music sem fyrirtækið segir að muni breyta því hvernig fólk finnur tónlist á netinu.

Þjónustan byggir (eðlilega) á Twitter, og fer í gegnum Twitter færslur til að finna vinsælustu lögin hverju sinni, og hugsanlegar stjörnur morgundagsins.  Lögin á Twitter #music koma frá þremur tónlistarveitum: iTunes, Spotify eða Rdio.

Pomodoro aðferðin Það gerist á bestu bæjum að markmið dagsins er að læra 12 tíma þann daginn, en þegar lagst er upp í rúm eftir einn Grey’s Anatomy eða endursýndan Kastljósþátt þá er afraksturinn heldur rýr. Þetta getur verið heldur hvimleitt, sérstaklega þegar nær dregur prófum. Með því að beita Pomodoro aðferðinni þá muntu einbeita þér betur að lærdómi eða öðrum verkefnum og afkasta meiru en þú áttir von á.

20130328-202835.jpg

Leiðarvísir síðunnar um hvernig maður notar Netflix á Íslandi hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var fyrst birtur í maí 2011.

Við Íslendingar njótum Netflix með hjálp þjónustunnar PlaymoTV, sem kostar $4.99 á mánuði. Fyrir mánaðargjaldið getur maður ekki einungis horft á Netflix og Hulu, því PlaymoTV veitir einnig stuðning fyrir fjölmargar þjónustur til viðbótar. Hér fyrir neðan ætlum við að nefna þjónustur sem eru með sérstök iPad forrit sem gera manni kleift að horfa á kvikmyndir, þætti eða hlusta á tónlist í þar til gerðum forritum.

readmill-iphone3
Nú er komin iPhone útgáfa af lestrarforritinu Readmill, en iPad útgafa af forritinu kom út fyrir árið 2011 og vakti þá mikla athygli.

Readmill styður öll helstu skráarsnið fyrir rafbækur, t.d. ePub, PDF og skjöl með Adobe afritunarvörn (þeirri sem eBækur og Forlagið nota á sínar rafbækur).

ThinPicThinPic fyrir iOS er ansi sniðugt forrit, en með notkun forritsins þá geturðu minnkað skráarstærð myndanna þinna um allt að 70% án þess að myndgæðin versni.

Við prófuðum forritið sjálfir til að kanna hvort þetta stæðist, og niðurstöðurnar voru jákvæðar. Við tókum eina mynd og renndum henni í gegnum ThinPic, og bárum svo upprunalegu myndina saman við „ThinPic“ útgáfuna. Upprunalega myndin var 1,2 MB að stærð en ThinPic útgáfan einungis 600 KB.

RemoteÍ gær þá kom tímabær uppfærsla af hinu vinsæla Remote forriti fyrir iOS, sem er nú komið í útgáfu 3.0.1.

Með forritinu geta er hægt að stjórna iTunes safni tölvunnar eða Apple TV úr iPhone eða iPad.

Með uppfærslunni þá er leitarmöguleiki kominn í forritið, auk þess sem ýmsar villur voru lagaðar þannig að forritið er nú stöðugra.