iphone5-gallery1-zoom

Margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir iPhone 5, og fyrr í dag leit síminn loks dagsins ljós á sérstökum viðburði sem Apple hélt í San Francisco í dag.

iPhone 5 kemur með ýmsum nýjungum. Hér koma þær helstu:

  • Nýr 4″ Retina skjár með 326ppi upplausn (talsverð breyting frá fyrri kynslóðum sem voru allir með 3,5″ skjá)
  • Stærri skjár gerir það að verkum að síminn er lengri, en heldur sömu breidd.
  • A6 örgjörvi sem er tvöfalt hraðari en A5 örgjörvinn í iPhone 4S.
  • Nýr 8-pinna kapall kemur í staðinn fyrir gamla góða 30-pinna tengið sem iPhone, iPod og iPad hafa verið með, og hefði fagnað 10 ára afmæli á næsta ári.
  • Rafhlöðeundingin var bætt, með allt að 8 klst í taltíma yfir 3G eða LTE (við Íslendingar þurfum reyndar ekki að hafa áhyggjur af LTE tækninni þar sem ekkert símfyrirtæki býður upp á hana hérlendis).
  • Myndavélin fékk smá andlitslyftingu, en ekkert til að missa svefn út af. Síminn skartar sömu myndavél, en með nýja A6 örgjörvanum þá aukast gæðin enn frekar þegar birtuskilyrði eru slæm. Panorama mode var líka kynnt til sögunnar, sem gerir eigandanum t.d. kleift að taka stórar og langar landslagsmyndir.
  • Þrír nýir hljóðnemar eru á símanum og betri hljóðgæði eru á símanum.
  • Síminn er léttari en iPhone 4S, vegur 112g á meðan iPhone 4S vegur 140g. Einnig þynnri, þ.e. 7,6mm ólíkt iPhone 4S sem er 9,3mm.
  • Ný heyrnartól leysa þau gömlu af hólmi, svokölluð „EarPods“, sem Sir Jonathan Ive yfirhönnuður hjá Apple kynnti sérstaklega.
  • iPhone 5 kemur með nano-SIM kortum sem eru enn minni og þynnri en micro-SIM kortin sem iPhone 4S notar.

iPhone er ekki enn opinberlega seldur á Íslandi líkt og iPad spjaldtölvan, og þar af leiðandi er síminn dýrari en ella hérlendis, þar sem að seljendur fá símann ekki beint frá Apple líkt og raunin er með iPadinn. iPhone.is og Macland hafa birt verðið á símanum í vefverslunum sínum. 16GB kostar 159 þúsund krónur, 32GB 179 þúsund krónur, og loks 64GB á 199 þúusnd krónur.

Myndir af kynningunni má sjá hér fyrir neðan.

[imagebrowser id=13]

 

Author

2 Comments

Write A Comment

Exit mobile version