Jailbreak fyrir iPhone 4S kom út u.þ.b. hálfu ári eftir að síminn kom á markað. Jailbreak aðdáendum til mikillar ánægju þá verður biðin öllu styttri fyrir iPhone 5, en iPhone forritarinn chpwn setti inn færslu á Twitter síðu sína, þar sem hann tjáði heiminum að honum hefði tekist að framkvæma jailbreak á iPhone 5 með góðum árangri.

Á eftirfarandi mynd má sjá forritið Cydia á iPhone 5, gefur til kynna að jailbreak hafi tekist á símanum, en notendur fá öll sín jailbreak forrit og viðbætur í gegnum Cydia.

Önnur staðfesting er á myndinni að neðan, þar sem sést að Cydia er uppsett á iPhone 5 síma með iOS 6.

Þótt að chpwn hafi tekist að framkvæma jailbreak á sínum iPhone 5 síma, þá er talið að einhver tími sé í að svokallað commercial jailbreak muni líta dagsins ljós, þ.e. jailbreak sem hinn almenni notandi getur framkvæmt á sínum síma með forriti á borð við RedSn0w eða Absinthe.

Author

Write A Comment

Exit mobile version