En þótt þú eigir ekki AirPrint prentara, þá er ekki þar með sagt að þú getir ekki prentað þráðlaust. Eina sem þú þarft er Mac tölva sem kveikt er á, og forritið AirPrint Activator.
Til þess að setja upp forritið skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi.
Skref 1: Náðu í AirPrint Activator héðan.
UPPFÆRT: AirPrint Activator er ekki lengur í boði. HandyPrint hefur tekið við kyndlinum af AirPrint Activator, og við bendum fólki á að nota það í staðinn.
Skref 2: Þegar þú hefur náð í forritið skaltu opna DMG skrána og opna AirPrintActivator Installer sem birtist. Þá munu eftirfarandi skilaboð eflaust birtast þér:
Þarna skaltu einfaldlega smella á Open, og fara í gegnum uppsetninguna.
Skref 3: Eftir að þú smellir á Install, þá ætti AirPrint Activator að birtast í System Preferences, og þar geturðu gert prentarann þinn AirPrint hæfan.
Skref 4: Eftir að þú hefur bætt prentaranum þínum við, þá skaltu haka við ON.
Þá mun forritið biðja þig um leyfi til að keyra lítið forrit í bakgrunni sem gerir manni kleift að prenta.
Þarna skaltu líka smella á Open.
Skref 4: Til að prentarinn birtist í AirPrint Activator þá þarftu að gefa fólki leyfi til að prenta úr prentaranum með því að deila honum yfir netið. Það gerirðu með því að fara í System Preferences og Print & Scan þar. Þar skaltu velja prentarann þinn og smella á Share this printer on the network.
Skref 5: Nú ætti allt að vera komið í gang.
Forritið er frítt í 14 daga, en eftir það þá er forritið svokallað donationware, þ.e. að það er ekkert fast verð á forritinu heldur frjáls framlög, þannig að $5 fyrir leyfið ætti að duga.
Lágmarkskröfur forritsins eru að Snow Leopard (Mac OS X 10.6) sé uppsett en forritið styður einnig Mac OS X Lion (10.7) og Mountain Lion (10.8). Ef þú hefur áhuga á að nota forritið áfram eftir að prufutímabilinu lýkur, þá ýtirðu einfaldlega á License og þar á Obtain License.