Í skjáskotinu hér að neðan má fyrst sjá skjáskot af hraðaprófi á LTE gagnaflutningsneti hjá kanadíska símfyrirtækinu Rogers, og síðan skjáskot undirritaðs af hraðaprófi hjá 3G neti Nova. Stærðarmunurinn á skjáskotunum skýrist af því að iPhone 5 er eins og kunnugt er með 4″ skjá, en iPhone 4S með 3,5″ skjá.
Fyrir þá sem ekki vita þá er 1MB/s (þ.e. megabæt) = 8Mbit/s, þannig að 47.63 Mbps jafnast á við tæplega 6MB/s. Notendur eru því komnir með svipaðan hraða í símanum sínum og þjónustunotendur ljósleiðara eða ljósnets hérna á Íslandi.