Bílstjóralau bíll frá Google
Sjálfkeyrandi bíll frá Google

Sá draumur gæti orðið að veruleika innan nokkurra ára að maður sest bara inn í bílinn sinn, stillir inn áfangastað og leggst svo  út af á meðan bíllinn kemur manni til skila.

Google hefur undanfarin ár unnið að þróun bíls sem þarf ekki á ökumanni að halda til að komast á milli staða, og raunar verið með slíkar bifreiðar í prófun frá 2010.

Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, undirritaði nýverið fylkislög sem heimila sjálfvirkum bifreiðum að keyra á vegum í Kaliforníu. Með þessum lögum þá mega sjálfkeyrandi bílar aka um göturnar í Kaliforníu, Nevada og Florida.

Bílarnir hafa vakið nokkra athygli, ekki síst meðal löggæslumanna, sem hafa stoppað bílana til þess að láta taka mynd af sér með þeim.

Author

1 Comment

  1. Hefur einhver heyrt um almenningssamgöngur? Lestir, strætó og rútur, jafnvel leigubílar. Sjaldan hefur maður heyrt af vitlausari samgöngutilraun…

Write A Comment

Exit mobile version