eBækur.is

Rafbókaverslunin eBækur.is opnaði í dag, en þar má finna stærsta rafbókasafn hérlendis, hvort sem um er að ræða íslenska eða erlenda titla.

D3, rekstraraðili Tónlist.is, rekur verslunina sem mun einnig bjóða upp á mikið úrval hljóðbóka.

Nokkrar íslenskar rafbókaverslanir hafa komið á sjónarsviðið að undanförnu, og ber þar helst aða nefna skinna.is, emma.is og rafbókaverslun Forlagsins. eBækur.is stendur framar þessum búðum að því leyti að það býður einnig upp á sérstakt forrit fyrir iPhone, iPad og iPod touch eða Android tæki, þannig að eigendur slíkra tækja eiga auðvelt með að nálgast rafbækur úr versluninni á tækjum sínum.

Ekki verður hægt að kaupa bækur í gegnum forritið, heldur einungis lesa bækur sem hafa þegar verið keyptar. Þá þurfa eigendur lestölva á borð við Amazon Kindle sem fyrr að fara ýmsar krókaleiðir til að setja efni frá eBókum yfir á tækin sín.

Author

Write A Comment

Exit mobile version