Vefsíða vikunnar - Old Apps

Ef nýjasta útgáfan af iTunes eða öðru ókeypis forriti er ekki þér að skapi, þá eru góð ráð dýr. Oftast nær er einungis hægt að ná í nýjustu útgáfu forritsins hverju sinni, sem er ansi fúlt þegar notendur eru mun sáttari með gömlu útgáfuna heldur en þá nýju.

Vefsíðan Old Apps kippir þessu í liðinn, því á síðunni má finna ansi stórt safn af forritum, bæði á Windows, Mac og Linux, þannig að ef þú vilt t.d. taka smá nostalgíu og prófa iTunes 4.1 sem kom út í október 2003 þá þarftu ekki að leita lengra.

Á síðunni má sjá útgáfudag allra forritanna, vélbúnaðarkröfur forritin gera til tölvunnar hverju sinni og margt fleira.

Author Ritstjórn

Write A Comment