iPhone 5 unlocked

Eftir grein okkar um daginn varðandi það hvernig skuli fara að þegar iPhone sími er keyptur í Bandaríkjunum þá hefur okkur borist mörg bréf þar sem notendur biðja ýmist um ráðleggingar varðandi kaup á iPhone 5 símum í Bandaríkjunum.

Þau hafa oftast verið þess efnis hvort hægt sé að kaupa síma sem eru læstir á ákveðin fyrirtæki og aflæsa þá símanum. Einnig hversu langt sé í að hægt verði að kaupa hann án vandræða í Apple Store.

Hvort sá dagur að maður geti gengið inn í Apple Store og keypt síma sem er opinn fyrir öll símafyrirtæki sé runnin upp skal ósagt látið, en nú er a.m.k. hægt að kaupa slíkan síma úr vefverslun Apple án samnings og láta senda hann til sín (þ.e. innan Bandaríkjanna). Íslenskir ferðamenn geta því jafnvel nýtt sér tækifærið og látið senda hann til vina/ættingja eða á hótelið frá og með deginum í dag.

Þó ber að hafa í huga, að okkur hafa ekki borist upplýsingar um hvaða gerð af iPhone 5 um er að ræða þegar hann er pantaður af vefsíðunni. Það skiptir einungis máli ef þú vilt nota 4G gagnanetið þgar það verður kynnt til sögunnar, en annað módelið annað módelið notar LTE (4G) tíðnina sem íslensk farsímafyrirtæki munu styðjast við á næstu árum.

Módelin sem um ræðir er A1428 og A1429, en síðarnefnda gerðin styður LTE tíðnisviðið sem notað verður á Íslandi. Ef þér er sama um stuðning við 4G gagnaflutningskerfið þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur. Síminn mun virka fullkomlega að öðru leyti, þ.e. á íslensku 3G neti o.s.frv.

Uppfært 18:30: Ritstjóri síðunnar hringdi í Apple í dag og leitaði svara um hvort hægt væri að velja hvaða gerð fyrir stuðning á LTE (4G) gagnaflutningsneti hérlendis, en engin tilhlýðileg svör fengust við fyrirspurninni. Tæknivefurinn Engadget hefur ályktað að líkast til sé um AT&T módelið (A1428) að ræða, sem virkar þá hérlendis ef frá er talið 4G netið.

Með þessar upplýsingar að vopni þá getur þú nú tekið ákvörðun um hvort þú viljir kaupa iPhone 5 úr Apple Store. Til þess að kaupa iPhone 5 úr vefverslun Apple, skaltu smella á tengilinn neðst, velja hvaða lit þú vilt, skruna fram hjá símafyrirtækjunum og velja „Or get iPhone unlocked and contract-free“ eins og á myndinni efst.

 

Author

1 Comment

  1. Góðan dag, Er nýbúinn að kaupa ólæstan CDMA A1429 síma í USA, hann virkar fullkomlega á Íslandi á 3G, Hann er með öllum 4G LTE tíðnunum sem Iphone5 Evróputýpan er með (GSA A1429). Allir Verizon símar eru ólæstir.

Write A Comment

Exit mobile version