Nadav Nirenberg er 27 ára Bandaríkjamaður sem býr í New York borg. Fyrir fáeinum dögum lenti hann í martröð hvers snjallsímaeiganda þegar símanum hans var stolið.

Stuttu eftir þjófnaðinn komst Nadav að því að þjófurinn ætlaði ekki einungis að stela símanum hans heldur einnig tækifærinu til að hitta draumaprinsessuna.

Nadav er nefnilega notandi á stefnumótasíðunni OkCupid og sá að einhver var að senda skilaboð úr reikningnum sínum stuttu eftir að símanum var stolið. Hann ákvað því að grípa til sinna ráða.

Skjáskot af OkCupid síðunni Nadav

Nadav ákvað að búa til tálbeitu fyrir þjófinn. Hann fann ljósmynd af myndarlegri dömu í Google myndaleit, notaði hana sem forsíðumynd og 10 mínútum síðar þá var Jennifer in BK komin á OkCupid. Hann fór svo að senda þjófnum skilaboð í nafni hennar, og leitaðist eftir frekari kynnum við þjófinn.

Það leið ekki á löngu þar til „Jennifer“ bauð drengnum heim í kvöldmat. Þjófurinn mætti á stefnumótið í sínu fínasta pússi, nýrakaður og ilmandi af kölnarvatni. Þar beið Nadav hans með hamar að vopni og vildi símann sinn aftur.

Þjófurinn afhenti honum símann og hljóp á brott. Nadav er nú kominn með iPhone símann sinn aftur og ógleymanlega sögu sem hann mun segja í matarboðum næstu 30 árin.

Author

Write A Comment

Exit mobile version