http://youtu.be/SD951tHz38g

Facebook kynnti nýja leitarvél á blaðamannafundi í gær. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, lagði ríka áherslu á leitarvélin, sem ber heitið Graph Search, væri ekki hefðbundin vefleitarvél, heldur væru ætluð til að einfalda notendum finna myndir, fólk, þjónustur og ýmislegt annað í gegnum Facebook.

Einnig verður hægt að framkvæma hefðbundna vefleit í gegnum leitarvélina, en sá hluti leitarvélarinnar er gerður í samstarfi við Bing leitarvélina frá Microsoft.

Leitarvélin er í prófun núna hjá takmörkuðum hópi notenda, og verður fyrst um sinn einungis boði fyrir þá sem eru með English (US) sem tungumálið á Facebook reikningnum sínum.

Einnig er það ljóst að íslensk tónlist er í hávegum höfð hjá tæknifyrirtækjum vestanhafs, því Facebook notar lagið „Ekki Múkk“ með Sigur Rós í kynningarmyndbandi sínu fyrir leitarvélina. Áður hafði Apple notað hljóðbút úr laginu Dirty Paws með Dirty Of Monsters and Men í kynningarmyndbandi fyrir iPhone 5 þegar hann kom á markað á síðasta ári.

Í eftirfarandi myndbandi má sjá Zuckerberg og nokkra starfsmenn fyrirtækisins útskýra hvað Graph Search leitarvélin snýst um, og hvernig hún getur komið að góðum notum.

 

Author

Write A Comment

Exit mobile version