Það sama er ekki uppi á teningnum með iPhone 5. iPhone 5 er að vissu leyti hægt að nota út um allan heim sem eðlilegt símtæki og 2G/3G farnet. Málið vandast þegar talið berst að LTE (eða 4G) háhraðafarneti.
Einhverjir hafa orðið varir við fréttaumfjöllun fjölmiðla hérlendis um uppboð Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) á tíðniheimildum fyrir háhraðafarnet, sem í daglegu tali nefnist 4G eða LTE. Tíðniheimildirnar sem verða boðnar upp eru á 800 MHz og 1800 MHz.
Í Bandaríkjunum þá eru tvær gerðir af iPhone 5 á markaði, með módelnúmer A1428 og A1429, eins og sést á eftirfarandi mynd:
Ef myndin er skoðuð þá sést að A1429 módelið er það eina sem veitir stuðning fyrir 1800 MHz tíðnina sem boðin verður út á uppboði Póst- og fjarskiptastofnunar þann 11. febrúar næstkomandi, en Síminn, Vodafone, Nova og 365 miðlar munu taka þátt í uppboðinu.
Einfalt mál. Ég kaupi bara A1429 módelið. Ekki satt?
Ath! UPPFÆRT: Einn lesandi setti sig í samband við síðuna, sagði að það hefði verið nóg að biðja um ólæstan A1429 módel til notkunar í Evrópu. Þá ættuð þið að að fá GSM 1429 módelið. Þar hafið þið það.
Já og nei. Þessi ólæsti iPhone 5 sem seldur er í Apple Store í Bandaríkjunum er A1428 módelið, þannig að ef þú gengur inn í Apple Store og lýsir einfaldlega yfir áhuga á að kaupa iPhone 5 þá færðu síma með 4G stuðningi sem mun ekki virka á Íslandi. Ef þú hefur engar áhyggjur af 4G stuðningi, þá virkar síminn að öllu öðru leyti, svo það komi skýrt fram.
Okkur skilst að til þess að fá A1429 módelið þá þurfi að biðja sérstaklega um það, eða kaupa Verizon módel af iPhone 5 (þ.e. A1429), sem eru ólæstir fyrir hefðbundin GSM SIM-kort. Símafyrirtækið Verizon reiðir sig nefnilega á svokallaða CDMA tækni þar sem viðskiptavinurinn notar ekkert SIM-kort. SIM-kortaraufin er því opin öllum símafyrirtækjum (m.a.s. AT&T í Bandaríkjnunum) og ætti því að vera nýtileg á Íslandi. Við höfum ekki fengið nánari upplýsingar um hvort Verizon módelið af iPhone 5 sé seldur í Apple Store eða hvort íslenskir ferðamenn verði að fara sérstaklega til Verizon ef þeir hafa það í hyggju að kaupa iPhone 5 með stuðningi við 4G farnet hérlendis, en þegar þær upplýsingar berast þá verður þessi grein uppfærð.
30 Comments
Hvernig get ég komist að því hvor útgáfan iPhone 5 síminn minn er?
Það stendur aftan á símanum
Eins og Egill segir þá stendur það aftan á símanum.
A1429 virðist einnig vera algengara módel á heimsvísu, eins og sést á LTE kynningarsíðu Apple
http://www.apple.com/iphone/LTE/
Þarf að panta iPhone 5 á netinu og sækja hann síðan í einhverja tiltekna verslun þarna úti eða er núna hægt að koma beint af götunni og kaupa hann?
Núna er hægt að koma beint af götunni og kaupa hann.
Takk fyrir þetta!
iPad A1460 styður sömu bönd og iPhone A1429. Er þá ekki nokkuð öruggt að hann muni geta notað 4G á Íslandi þegar það kemur?
Jú, stemmir. Ef hann styður 1800 MHz þá ertu í góðum málum.
er hægt að kaupa verzion-týpuna af iPhone 5 og nota hana ef ég er hjá Nova?
Sæl Rut. Eins og fram kom í lok greinarinnar þá er nóg að biðja um evrópskt módel af símanum ef þú ferð í Apple Store í Bandaríkjunum. Það er því óþarfi að kaupa Verizon týpuna.
Svo spurningunni sé samt svarað, þá myndi Verizon týpan virka hjá Nova.
Virkar Verizon bara hjá Nova?
Það er nefnilega EKKI hægt að fá A1429 ólæstan (a.m.k. ekki alls staðar). Ég er í USA núna og var að kaupa
iPhone5 áðan. Bað sérstaklega um A1429 en fékk hann ekki því
sölumaðurinn sagði að það væri ekki hægt að fá ólæstan A1429, ef ég
vildi 1429 yrði ég að fá Verizon síma.
kostar A1429 sama og A1428? Það er stendur á síðunni hjá Apple að unlocked símarnir séu A1428.. Er alveg pottþett að það sé hægt að fá A1429? (er ekki að fara sjálf út svo það er betra að hafa þetta alveg á hreinu )
Hann kostar það sama. Það er hægt að fá A1429 en það þarf bara að spyrja sérstaklega um módelið.
Það er ekki hægt að fá A1429 ólæstan. Ég er í USA núna og var að kaupa iPhone5 áðan. Bað sérstaklega um A1429 en fékk hann ekki því sölumaðurinn sagði að það væri ekki hægt að fá ólæstan A1429, ef ég vildi 1429 yrði ég að fá Verizon síma.
Sæl Inga Kristín,
Apple hefur þá breytt verkferlum sínum, því að lesandi hafði sérstaklega samband til að greina frá því að hann hefði getað beðið um A1429 og það hefði verið lítið mál.
Nú… bið höfum ekki sannreynt þetta persónulega, en eftir því sem við best viitum þá eru allir Verizon símar ólæstir fyrir erlend símafyrirtæki, og ættu þ.a.l. að virka fyrir Símann, Vodafone, Tal og Nova.
Ég myndi samt til allra vonar og vara spyrja hvort síminn sé ekki örugglega ólæstur fyrir notkun utan Bandaríkjanna.
GSM model A1428*: UMTS/HSPA+/DC-HSDPA (850, 900, 1900, 2100 MHz); GSM/EDGE (850, 900, 1800, 1900 MHz); LTE (Bands 4 and 17)
GSM model A1429*: UMTS/HSPA+/DC-HSDPA (850, 900, 1900, 2100 MHz); GSM/EDGE (850, 900, 1800, 1900 MHz); LTE (Bands 1, 3, 5)
CDMA model A1429*: CDMA EV-DO Rev. A and Rev. B (800, 1900, 2100 MHz); UMTS/HSPA+/DC-HSDPA (850, 900, 1900, 2100 MHz); GSM/EDGE (850, 900, 1800, 1900 MHz); LTE (Bands 1, 3, 5, 13, 25)
þetta er tekið beint af heimasíðu Apple,,, þið eruð bara að tala um 2 model en það virðast vera til 3 model, 2 model af A1429,, þannig hvort á maður að kaupa? GSM1429 eða CDMA1429? sýnist eini munurinn á þessum specum vera þetta Bands,,, er það 4G?
CDMA módelið er ekki í almennri sölu i Apple búðum, heldur eru símarnir læstir á símafyrirtækin.
Gott dæmi eru símar sem bandarískir viðskiptavinir Verizon og Sprint kaupa. Þeir eru læstir á þau hvort fyrirtæki. Verizon eru reyndar betri sálir varðandi eitt, að þeir hafa SIM-raufina ólæsta fyrir notkun utan Bandaríkjanna. Sprint gerir það ekki.
Við vörðum heilli kvöldstund fyrir jólin að hjálpa lesanda sem keypti Sprint síma án samnings á fullu verði, sem starfsmaður verslunarinnar fullyrti að væri ólæstur utan Bandaríkjanna.
Okay, þið eruð samt með í sammanburðinum hér að ofan CDMA A1429 og svo GSM A1428,, það er soldið ruglingslegt.
Takk fyrir ábendinguna. Greinin hefur veirð uppfærð í kjölfarið 🙂
Tek undir að þetta getur valdið ruglingi, en vandinn er sá að það stendur hvergi á vefsvæði Apple að þeir selji GSM A1429 ólæstan… þótt þeir geri það. Myndin var raunar bara sett fram til að sýna að A1429 styðji tíðnina sem notuð verður þegar LTE kemur til Íslands.s
Nú er ég að reyna að átta mig á þessu…er alveg orðin rugluð 🙂 Ég er að fara til bandaríkjanna í maí og ætla að kaupa mér iphone 5. á ég að biðja um iphone gsm model A1429 eða CDMA model A1429? hver er munurinn?
Farðu bara í Apple Store og greindu frá því að þú viljir nota símann í Evrópu, það ætti að duga.
Þarf bara að biðja um factory unlocked síma sem virkar í Evrópu til að geta notað hann á Íslandi ?
Eða þá A1429 GSM ?
Þú ert með þetta allt hárrétt, það nægir að biðja um A1429 GSM. Hann virkar með 4G tíðninni hérna á Íslandi.
snilld, takk kærlega fyrir 😀
NÆÆÆS :D)))))
Það virkaði ekki að kaupa útí Bandaríkjunum en kærasta mín er úti á spáni einmitt núna. Er hægt að kaupa iphone 5 þar og hvað mundi hann kosta ?
Nú er greinilega ekkert símafyrirtæki í Evrópu sem er komið með 4G. Í stuttu máli ætti að vera hægt að kaupa iPhone hvarvetna í Evrópu, þar sem að A1429 módelið er selt þar.
Það má bæta því við þetta að GSM A1429 módelið er „hið almenna módel“ ef svo má að orði komast, og selt hérlendis og í Evrópu. Það eru bara ríki í N-Ameríku sem eru með A1428 módelið, en af því svo margir Íslendingar gera sér ferð þangað, þá var þörfin fyrir þessa grein komin.
Eg er búsettur i usa og það er ekki hægt að fa gsm Model A1429 i usa. Eg er bæði buin að fara í verslun og tala við apple online. Vildi bara koma þessu til skila.
Ég er með 5S síma sem er keyptur í Canada.
Hann er model A1533.
Hernig veit ég hvort hann er GSM eða CDMA?