iOS 6 - jailbreak

Við sögðum frá því fyrir stuttu að jailbreak fyrir iPhone 5 væri nánast tilbúið. Forritarinn Pod2g, sem jailbreak áhugamenn þekkja kannski til, renndi frekari stoðum undir það í Twitter færslu til jailbreak forritarans Planetbeing, þegar hinn síðarnefndi greindi alheimi frá árangri liðinnar viku hjá jailbreak forriturum.

Úr þessari hvatningu Pod2g til Apple um að gefa út iOS 6.1 má ráða að nýtt jailbreak fyrir iOS 6 sé tilbúið.

Af hverju bíða eftir iOS 6.1?
Þetta er spurning sem margir velta fyrir sér þegar þeir lesa að jailbreak sé handan við hornið.

Ástæðan fyrir því að beðið er eftir næstu útgáfu af iOS stýrikerfinu, er sú að forritarar leita að öryggisglufum í iOS stýrikerfinu svo hægt sé að framkvæma jailbreak. Um leið og almenningi gefst kostur á að framkvæma jailbreak á tækjum sínum, þá getur Apple séð öryggisglufuna í iOS stýrikerfinu, og lokað glufunni með stýrikerfisuppfærslu.

Author

Write A Comment

Exit mobile version