Við prófuðum forritið sjálfir til að kanna hvort þetta stæðist, og niðurstöðurnar voru jákvæðar. Við tókum eina mynd og renndum henni í gegnum ThinPic, og bárum svo upprunalegu myndina saman við „ThinPic“ útgáfuna. Upprunalega myndin var 1,2 MB að stærð en ThinPic útgáfan einungis 600 KB.
Með hjálp ThinPic þá er maður fljótari að senda myndir til viðtakenda, auk þess sem að forritið getur minnkað símreikninginn manns ef maður er að senda mikið af myndum yfir 3G (t.d. með iMessage, Viber eða WhatsApp).
ThinPic fæst í App Store og er ókeypis.
ThinPic [App Store]