Wolfram Alpha

WolframAlpha er vefur sem allar forvitnar sálir ættu að prófa einhvern tímann á lífsleiðinni.

Ólíkt hefðbundnum leitarvélum líkt og Google, þá svarar WolframAlpha spurningum notenda, og þar er vefnum fátt óviðkomandi. Vefurinn getur svarað flóknum reikningdsæmum, sagt manni hvenær flóð og fjara er í Reykjavík, kannað gengi gjaldmiðla og margt fleira.

Hér fyrir neðan má sjá tvær spurningar sem lagðar voru fyrir WolframAlpha á meðan greinin var í vinnslu:

Spurningarnar voru af ólíkum toga. Sú fyrri var fræðileg, en hin síðari úr heimi kvikmyndanna. Án þess að það þurfi að taka það fram, þá voru svörin við báðum spurningunum til fyrirmynda.

Að endingu er gaman að geta þess að aðstoðarkonan Siri, sem iPhone (og nú iPad) eigendur þekkja til, notar gagnagrunn WolframAlpha til að svara spurningum sem fyrir hana eru lagðar.

Author

Write A Comment

Exit mobile version