„Jæja, í dag ætla ég sko að setja tónlist inn á iPodinn minn“.

Þetta hefur maður tautað eins og einhver þvílík þrekraun sé í vændum. Staðreyndin er samt sú að margir nenna ekki að tengja iPhone, iPad eða iPod spilarann við iTunes bara til þess eins að setja fáein lög á tækið.

BoxyTunes breytir því, en þá geturðu notað Dropbox svæðið þitt til að sækja og geyma tónlist á iOS tækinu þínu. (iTunes Match er önnur lausn en kostar $25/ár)

BoxyTunes er einfalt forrit, sem þú tengir við Dropbox svæðið þitt, vafrar svo um og finnur lögin sem þú vilt hlusta á. Þú getur síðan halað lögunum niður af Dropbox svæðinu og hlustað á þau aftur óháð nettengingu.

Ekki er hægt að búa til lagalista í BoxyTunes, en forritið er afar sniðugt ef vilt hlusta á nokkur vel valin lög án þess að tengja iPhone símann við iTunes.

BoxyTunes fæst í App Store og kostar $1.99

Author

Write A Comment

Exit mobile version